Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 78
tí 78 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska V£5, MÁAM, IM AWAKE í MY REPORT TOPAY 15 ABOUT CEIL1N65! IF EVERYONE WILL LOOK U? YOU'LL NOTICE UUE MAVE PIRECTLY ABOVE OliR MEAP5 50METHIN6 WE CALL A ‘CEIUN6.'.. Já, frú mín góð, ég er vakandi! í dag er skýrslan mín um loft! Ef þið horfið upp þá sjáið þið nokkuð sem kallað er ‘loft’ beint fyrir ofan ykkur... Góð tilraun, herra BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ofbeldismenn á Rey kj anesbraut Frá Gunnari Inga Gunnarssyni: ALLIR íslendingar eru hanni slegn- ir vegna þeirra hörmulegu slysa, sem orðið hafa í íslenskri bflaumferð að undanfömu. Og allír eru sammála um að bæta þurfi hvort tveggja, vega- kerfið og umferðarmenninguna, til að spoma gegn þeim skelfilegu limlest- ingum og dauðaslysum, sem umferðin hefur valdið. Flestir em líka á einu máli um það, að hraði umferðarinnar og bílafjöldinn hér á landi sé löngu orðinn meiri en vegakerfið geti boðið uppá. Þetta þýðir, á mannamáli, að við keyram of marga bíla of hratt mið- að við akstursskiiyrðin, eins og þau era á íslenskum vegum. Þetta, ásamt með ölvunarakstri, er það sem veldur flestum slysunum. Öll viljum við betri akstursskilyrði; það er, að vegimir þoli umferðarþungann og hraðann. Til þess að bæta vegina, þarf meiri peninga. Það er pólitískt vandamál. En hin hliðin snýr að okkur sjálfum. Agaleysið í umferðinni er persónuleg- ur vandi og sá vandi veldur ekkert síður dauða en lélegt vegakerfi. Til þess að fá meira fé í vegakerfið, þurfum við að beita enn meiri póli- tískum þrýstingi, en við þurfum ekki síður að taka okkur sjálf taki. Og á meðan skilyrðin eru léleg og við bíð- um eftir betra vegakerfi, þurfum við aukinn skammt af sjálfstjóm. Við þurfum að keyra sérstaklega varlega, Reykjanesbraut - Við náum eng- um árangri með því að stunda agalausar ofbeldisaðgerðir í mið- aldastíl, segir greinarhöfundur. draga úr hraða og fylgja öllum settum reglum góðrar umferðarmenningar. Þannig, og aðeins þannig, getum við komið í veg fyrir áðumefndar mann- fórnir umferðarinnar. Við náum, hins vegar, engum ár- angri, með því að stunda agalausar of- beldisaðgerðir í miðaldastfl, eins og sjónvarpið sýndi okkur frá Reykja- nesbrautinni, 11. des. sl., þar sem hópur manna tók lögin í sínar hendur og stöðvaði alla umferð. Þess konar háttemi er einmitt hluti af því ís- lenska agaleysi, sem hefur kostað svo mörg mannslíf í umferðinni. Og of- beldisaðgerðimar fáránlegu á Reykjanesbrautinni era kannski sér- staídega alvarlegar og sláandi fyrir þá sök, að þær vora framkvæmdar undir lögregluvemd á staðnum. GUNNAR INGIGUNNARSSON, læknir. Raforkuverð frá Nesjavöllum Frá Guðmundi Þóroddssyni: í MORGUNBLAÐINU 13. desemb- er sl. birtist grein eftir Sigurð Jó- hannesson þar sem hann fjallar um raforkuverð frá Nesjavöllum. Þai- sem ályktanir hans era byggðar á misskilningi er rétt að upplýsa eftir- farandi. Framleiðslukostnaður til almenn- ingsveitna vegna nýtingartíma er um 65% hærri en til stóriðju sem skýrist af því að almenningsveitur nota raf- magnið einungis í 5.300 tíma yfir árið meðan stóriðjan notar rafmagnið í 8.700 tíma. Önnur ástæða þess að ekki er um samanburðarhæft verð að ræða er að annar tilkostnaður hjá Orkuveitunni er ekki sá sami þegar um er að ræða verð til Landsvirkjunar og til eigin markaðar. Þegar selt er til Lands- virkjunar þá sér Landsvirkjun um greiðslu flutnings, varaaflstrygging- ar, reiðuaflstryggingar og markaðs- tryggingarálags. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna á ári þegar framleitt er til almenningsveitu. í þriðja lagi þá eru samningar við stóriðju til langs tíma og er verðið lægst fyrst og hækkar eftir því sem á tímann líður, t.d. er stórt stökk í verð- inu til Norðuráls haustið 2001, sem mun skapa veralega hærri tekjur af stóriðjusölunni árin þar á eftir. í fjórða lagi er sala á rafmagni tfl stór- iðju annars eðlis en til almenns mark- aðar þar sem fufl nýting fæst á stór- iðjurafmagni frá fyrsta degi á meðan almennur markaður er nokkur ár að vaxa þannig að hann fuflnýti virkj- unina. Þessi eini liður kallar á um 25% hærri framleiðslukostnað tO almenns markaðar en stóriðju í litlum eining- um eins og á NesjavöOum og meira þegar um óhagstæðari stærðir er að ræða. Staðreynd málsins er sú að vegna stóriðjusamninganna og samninga við Landsvirkjun um kaup á umfram- orku er virkjunin á Nesjavöllum eins hagkvæm og raun er á. Ef ekki væri þessi samnýting á afkastagetu og nýt- ingu þar sem stóriðjan og framleiðsla fyrir almennan markað vinna saman þá væri verulega dýrari framleiðsla á Nesjavöllum og einingaverðið þaðan væri umtalsvert hærra en það er nú. Hins vegar ef einungis væri framleitt til stóriðju en ekkert inn á almenna markaðinn þá væri virkjunin engu að síður arðsöm en sú arðsemi væri tölu- vert minni en hún er með þeirri sam- nýtingu sem nú er. Af þessu má álykta að verðlækkun sú sem almenningur í Reykjavík og nágrenni mun njóta á næstu áram á rætur sínar að rekja m.a. til stóriðju- samninga Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar alveg rétt ályktað hjá Sigurði Jóhannessyni að lfldega hefði verið ókleift að ráðast í stóriðju Norðuráls ef Nesjavallavirkjunar hefði ekki notið við. Allir vita hvaða jákvæðu áhrif þær framkvæmdir höfðu fyrir þjóðarbúið í þeirri ládeyðu sem rikti á þeim tíma. GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.