Skírnir - 01.01.1884, Side 1
Útlendar frjettir
frá nýári 1883 til ársloka,
eptir
Eirík Jónsson.
ALMENN TÍÐINDI.
, Inngangsorð.
I eptirmælum ára og tímabila þótti bezt i fyrri daga,
er þau voru kennd við „ár og frið“. Og svo þykir enn.
„Skírnir" getur enn haft það til upphafs, að kalla árið umliðna
ár bagsælda og friðar — friðarár að þvi leyti, sem hinar sið-
uðu þjóðir hafa haldið frið hver við aðra. Til óspekta innan-
rikis hefir til vopna verið tekið á Spáni, á Króatalandi og í
Serbíu, en hvergi gerðust af þvi stórtíðindi, sem á verður
minnzt síðar i rikjaþáttum þessa rits. Með vopnum hafa
Frakkar sótt sitt mál á Madagaskar, og fara enu sama fram á
Indlandi hinu eytra, eða í Tongkin, norðurparti Anams. I
þeim hluta Súdans í Afríku, sem Egiptar hafa kastað eign
sinni á, og þar sem þeir eptir samkomulagi við Englendinga
og fl. hafa haldið lið á setustöðvum og lagt hömlur á þræla-
verzlan, hófst sú uppreisn siðara hlut ársins, sem af verður
sagt í frjettaþættinum frá F.giptalandi. Enn er að telja þá
uppreisn, sem gerðist i öðru þjóðveldinu á eyjunni Ha'ití 20.
septembermánaðar. Hvernig henni hefir lokið, eða hvort hún
var á enda, höfðu eigi sögur borizt af í dönsk blöð fyrir út-
göngu ársins. Friður loks saminn með Chileverjum og Perú-
mönnum eptir þau hörðu og langvinnu viðskipti, sem
af hefir verið sagt í undanfarandi árgöngum þessa ríts.