Skírnir - 01.01.1884, Page 2
4
ALMENN TÍÐINDI.
Náttúruviðburðir (jarðskjálftar, stormar, og fl.).
{>á hefir að borið á umliðnu ári til svo ógurlegs mann-
tjóns á sumum stöðum og umturnunar, að til sams finnast ekki
dæmi i sögu þjóðanna. I „Skírni“ 1881 er minnzt á mann-
skaðann, sem varð af jarðskjálftanum á Isciu (eyju út undan
Napólí) i marz mánuði það ár, en nú skyldi eigi lengra á
milli lfða, enn að sömu býsn vitjuðu hennar aptur í fyrra í
lok júlímánaðar. þann 28. var veðrið blitt og fagurt, flóinn
umhverfis spegilbjartur, en rúmlega hálfri stundu eptir náttmál
tók sjórinn að ókyrrast og rótast, og þeir sem voru úti á bát-
um sáu, að bærinn Casamicciola sveipaðist allt í einu svörtum
mökk, en sköll og dunur tjáðu, hvað um var að vera. Eyjan
ljek öll á reiðiskjálfi, og eptir hjerumbil 15 sekúndur voru hjer
hræðileg vegsummerki að líta. I Casamicciola stóðu ekki fleiri
hús uppi eptir enn 15. I leikhúsinu var leikið það kveld, og
var það nær því fullt af baðvistarfólki — gestum frá Italíu og
öðrum löndum — og bættist það ofan á alla skelílnguna, að
eldur kviknadi á leiksviðinu og víðar, er oliulamparnir hrundu
niður. Af þeim sem inni voru — eitthvað um 1500 að tölu —
varð mörgum það til bjargar, að húsið slitnadi, einsog þráður,
i tvo hluti, svo að útgangur varð á hliðum þess. I gestahöll
einrii sátu 45 roenn að mat i borðsalnum, og komst þar eng-
inn lifandi á burt. Annar bær litill, sem heitir Lacco Ameno,
hrundi allur gjörsamlega niður, og af hjerumbil 160 íbúa
voru eigi fieiri enn 5, sem voru óskaddir. Talið er, að alls
hafi 3000 manna látið líf sitt, en á lemstruðum mönnum vit-
um vjer ekki aðra tölu enn þá, að til spitalanna í Napólí voru
fluttir 2500. Meðal hvorutveggju — látinna og lemstraðra —
var mart fólk af háum stigum og stjettum, sem neytti baðvistar
á eyjunni. I nokkurn tíma undan jarðskjálftanum höfðu menn
á ymsum stöðum á ítalíu tekið eptir ókyrð og hristingi, og
fróðir menn höfðu mark af fleiru, að umbrot voru niðri fyrir,
en ætluðu þó eígi svo mikið boða mundu. Rjett á eptir spúði
Vesúf ákaft eldi og eimyrju i all-langan tíma með miklum dun-
um og dynkjum. í marzmánuði hafði Etna látið eins illa, og
þar gosið úr sama gýg — á sunnanverðu íjallinu —
sem