Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 3
ALMENN TÍÐINDI.
5
mestur eldur stóð upp úr 1792. Báðar eldsuppkomurnar ætla
menn standa í sambandi við viðburðinn á Iscíu, og aðrar þær
hriðir í iðrum jarðarinnar, sem kennt hefir á öðrum stöðum
árið sem leið, og þegar skal frá sagt.1) Vjer hverfum nú til
stórbyltinganna á Java og Sundaeyjum austur. Hjer eru mörg
eldfjöll, sem opt hafa valdið ógurlegu manntjóni og eyðilegging-
um, t. d. 1822, þegar 114 þorp lögðust í eyði, og 4000
manna ljetu lif sitt. Einni stundu fyrir miðnætti 25. ágúst
byrjaði sá eldgangur með feiknum og fári, að sliks finst ekki
getið i sögu mannkynsins. Upptökin gerðust á eyju skammt
frá Java, sem Krakatoa heitir. Hjer voru 43 eldfjöll, og til
sumra heyrðist jafnan, en það lcveld ljet svo í þeim, að á
verra þótti vita. Allt i einu reiddi fjallháfar öldur inn á land
frá sundinu milli Java og Súmötru, en eldur stóð úr 16 gýgj-
um í senn á eyjunni, sem fyr var nefnd. Sagnirnar lýsa þeim
firnum svo — mistrinu og niðamyrkrinu, þrumunum eða dun-
hríðinni, leipturskotunum og glóðaskýjunum í loptinu, veini
og fári dauðskelfdra manna og dýra •— að því mundi nærri
fara, sem menn hafa búizt við í Ragnarökkri eða heimslitum
á dómsdegi. þegar mestu feiknin voru afstaðin, mátti þeim
enn við mart bregða, sem eptir lifðu. I Batavíu var nokkur
hluti þeirrar borgar lagður í eyði, og hafði þar fjöldi manna,
— einkum Sínlendinga — farizt í stórölduflóðinu, sem steypt-
ist yfir þann partinn, er næstur var sjónum. Gosin og land-
skjálftinn stóðu 3 daga, mörg þorp og bæir við strandirnar
voru horfnir með öllu, allt umturnað, land og sjór þakinn ösku
og vikri, alstaðar lík og hræ dýra — einnig á floti í eyja-
‘) Nú er stofnuð könnunarstöð á Iscíu, og á þar að taka eptir öll-
um atvikum er verða, einkunnabreytingum loptsins og öllu ástandi,
og er ætlazt til að setja hana í tilkynningar samband við sam-
kynja stöðvar á meginlandinu. J>að er líklegt, að menn með
þessu móti geti haft meiri fyrirvara á sjer, þegar slíkir voðar
fara að höndum, álíka og siglingamenn á vorum tímum, sem fara að
bendingum veðurkannenda, þegar þeir boða, að stormar sje í
vændum.