Skírnir - 01.01.1884, Page 9
ALMENN TÍÐINDI.
11
er auðvitað, að það hlýtur að líða á löngu áður mót sjest á,
að þjóðmenningunni hefir miðað fram eða aptur, og um árið seín
leið er bágt annað að segja, enn að enu sama hafi fram farið,
að þvi er snertir þjóðernisrýg, þjóðflokkabaráttu, eða þjóða-
hatur. Vjer þurfum ekki annað enn minna á íjandskap Frakka
og þjóðverja, heiptarhug Ira til Englendinga, hatrið og þjóst-
inn í viðskiptum slafnesku þjóðflokkanna og þjóðverja og
Madjara i Austurríki og á Ungverjalandi, að vjer ekki tölum
um sútargremju Póllendinga við Rússa og þjóðverja, eða hve
grunt er á vináttunni með þessum stórþjóðum. Fleiri mætti
enn nefna, sem beðið hafa harma fyrir ofriki annara og hugg-
azt við heíndarvonir. það getur verið, að kenning þjóðverjá
um heraflann á verði friðarins gefist betur enn sumir hyggja,
en friðinum ætti þó annað að ráða enn ógn og ótti, og við
hinu mun lengst hætt, að slíkt ýfi heldur marga enn sefi.
Hitt er og vist, að sárin svella nú öðrum mönnum enn i fyrri
daga, ef vígtólunum verður að beita, því nú er þjóðvitundin og
þjóðernis tilfinningin önnur, og í striðum með siðuðum þjóð-
um á vorum dögum má kalla, að úr þjóðabenjum blæði, svo
hugstætt sem öllum er nú orðið um sæmd og rjett og öll
málefni þjóðar sinnar. — Vjer nefnum að endingu þann ljóta
blett á þjóðmenningarfari kristinna þjóða i ymsum löndum Ev-.
rópu, sem við hefir verið komið í enum undanfarandi árgöng-
urn þessa rits, eða þann ofsólcnaranda, sem vaknaði á nýja
leik fyri nokkrum árum hjá þýzkum og slafneskum þjóðum á
móti Gyðingum, hefir magnazt ár af ári og valdið verstu verkum.
Oss mun kostur á að segja nánara frá ávirðingum manna í
þessu efni árið sem leið í sumum ríkjaþáttum. — I hverja átt
sem litið er — til ríkjanna, þjóðanna, stjettanna — sjást ský
0g myrkvar á himni þjóðmenningarinnar, og það er ekki of-
sagt, að loptið yfir vorri álfu sje „lævi blandit."
Um landnám Evrópumanna í Asíu, Eyjaálfunni og
A fr íku.
það mun vera áreiðanlegt, að þessar álfur hafi verið fyr
mönnum byggðar enn Evrópa, og að ibúar hennar eigi (ein-