Skírnir - 01.01.1884, Page 10
12
ALMENN TÍÐINDI.
göngu ?) til Asíumanna kyn sitt að reka. þaðan og frá Afriku
(Egiptalandi) hafa líka frumbyggjar og fornþjóðir vorrar álfu
mart til framfara þegið. J>að eru lika margar aldir siðan, er
kalla mátti, að Evrópumenn tækju að vitja gamalla átthaga
sinna, er þeir sóttu til Asíu og Afriku, lögðu þar undir sig
lönd og ríki, og færðu þangað þá þjóðmenntun, sem upp var
runnin, og náð hafði að blómgast í vorri álfu. Líku fer enn
fram og á dögum Grikkja og Rómverja, og svo hefir lengi
haldizt, einkum síðan sjóleiðin var fundin til Indlands og Eyja-
álfunnar. I fremsta lagi eru það Englendingar, sem hafa
helgað sjer og lagt undir sig lönd á þeim austurvegum og í
Afríku, en eptir þá koma Frakkar, Tlollendingar og Portúgals-
menn. Um stóreignir Rússa í Asiu þarf hjer ekki að tala,
og mun þó til meira hugað. A Indlandi hinu eystra hafa
Frakkar fært sig upp á skaptið á síðustu árum, gert Kokinkína
•— suðurhluta Anams — að nýlendu sinni, og þó Sínlendingar
kalli Anams keisara sinn lýðskyldu höfðingja, hafa Frakkar
ekki að eins gert hann að sinum skjólstæðingi, en vilja ná sömu
tökum á Tongking, norðurpartinum upp við landamæri Sín-
lendinga, og á suðurpartinum, og deila nú við þá um þetta
mál. Af þvi mun meira greint í Frakklandsþætti. Að víðiendi
til komast engir þar eystra í nánd við Englendinga, er lönd
þeirra á Indlandi og i Ástralíu eru drjúgum stærri enn öll
Evrópa. það eru eigi fáar eyjar i Kyrrahafinu, sem til þessa
hafa, að kalla, átt sig sjálfar. Meðal þeirra hið mikla eyland,
Nýja Guinea, en nú ætla nýlendur Englendinga i Ástralíu að
helga sjer — þ. e. að skilja Bretadrottningu — þetta land, og
fleiri eyjar þar í grennd, en stjórnin á Englandi vill fara hjer
varlega í sakirnar, því fleirum — t. d. Frökkum — þykir
sem þeir mundu eins vel að þeim komnir, og því var fleygt í
fyrra vor, að Frakkar hefðu í ráði að kasta eign sinni á
Suðureyjar (,,Hebriður“) hinar nýju. En það hlýtur lika að
koma hjer mest til greina, að Englendingar og Frakkar sömdu
svo með sjer á dögum Palmerstons sál., að hvorugir skyldu
kasta eign sinni á eylönd i Kyrrahafinu, nema þeim kæmj
saman um á undan. J>að eru þó sjerílagi hin kostamiklu