Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 11
ALMENN TÍÐINDI.
13
lönd í Afríku, sem sumar Evrópuþjóðir hafa helzt augastað á,
síðan er svo margir hugrakkir ferðaskörungar (Livingstone,
Stanley og margir fl.) höfðu hætt sjer inn á miðsvæði hennar
og kannað þar lönd og þjóðir. „Skirnir“ hermdi það í Frakk-
lands þætti í fyrra, sem gerzt hafði til upphafs nýlendubygða
frá Evrópu við Kongó, og hvern kapphug Frakkar Iögðu á
þetta fyrirtæki og fleiri slík i Afríku. Arið sem leið hafa
þeir haldið fram stefnu sinni, en eptir því sem sagnir hafa af
gengið, þá verður ekki betur sjeð, enn að Stanley, eða það
fjelag sem er stofnað með forustu Belgíukonungs, og hefir falið
liinum fræga landkannara á hendur að korna þjóðmenning
Evrópubúa á fastar stöðvar á þeim slóðum, hafi umliðið ár
orðið drjúgum hlutskarpari enn de Brazza, fulltrúi Frakka við
Kongó. Af sögu „Skírnis11 í fyrra mátti sjá, hvernig dregið
hafði tii matnings með þessum mönnum, og má vera, að meira
gerist af, þegar fram líður, eigi að eins með þeim, en öllu
fremur öfund og deilur með þeim, sem frumrjettindum þykjast
eiga uppi að halda — t. d. Frakkar og Portúgalsmenn —
og hinum er síðar hafa komið og leitað bólstöðva til verzlunar
og fjefanga — t. d. alþjóðafjelagið, sem áður er nefnt, og
siðar erindrekar verzlunarfjelags á Hollandi. Sem getið var i
fyrra, eiga Frakkar þá hafnarstöð fyrir norðan Kongómynnið,
sem Gabon heitir (síðan 1842), en Portúgalsmenn þykjast eiga
frumrjettar að reka, er þeir fundu mynnið á 15. öld, hafa
líka átt þar strandaból og haft þaðan varning, en ekkert að
hafzt til að kanna þær slóðir eða rekja farveg stórfljótanna.
það var Livingstone, sem fyrst fann Kongófljótið eða rennsli
þess hið efra í Afríku, en eptir hanfi fylgdi Stanley því til ósa.
De Brazza hóf sína landakönnun frá nýlendustöð Frakka (1874)
og upp eptir og fram með fljótina Ogóveh, komst 100 mílurupp og
fann ymsar ár, sem renna í Kongó. Að einni þeirra fluttist
hann niður að Stanleypool, lóninu í Kongó, sem um er talað i
fyrra, og þeir Stanley og de Brazza hafa kosið sjer bólstöð við, sinn
hvoru megin. Stanley hefir flutt farstöðvar fjelagsins 100 milur
upp frá því lóni, og eru þær nú alls 12 að tölu, er við
Kongó liggja. De Brazza segist hafa fundið greiðari leið upp