Skírnir - 01.01.1884, Síða 12
14
ALMENN TÍÐINDI.
til lónsins, að ánum Ogóveh og Kvillú, og svo að þveránni
Djúe. Fyrir neðan lónið rennur Kongó um beltótt svæði, og á
því margir fossar, sem gera siglingarnar afartorveldar og ófærar
á sumum stöðum. Að svo komnu hefir Stanley unnizt meira á
enn hinum, og þeim mönnum, sem honum hafa fylgt, segis^
svo frá, að fjöldi höfðingjanna þarlendu, eða „makakóanna11
(fljótsdrottnanna), sem þeir kallast, hafi nú samið við hann um
kaupskipti og önnur mök, og að þegnar þeirra víkist vel við
kristniboði 'Og sje miklu þjálari og betri viðfangs en þeir af Afríku-
búurn, sem tekið hafa Múhameðstrú. Talið er, að í Kongó-
löndunum búi eitthvað um 50 milliónir manna. Löndin eru hin
auðugustu, en íbúar þeirra kunna vel til jarðyrkju og þykja
hæfir til margra framfara. Ef inum kristnu mönnum verður
ekki það á, að spilla ofmjög hver fyrir öðrum, þá lcemst hjer
enn mikið svæði undir hina kristnu þjóðmenning. f>að eru
kristnar þjóðir, sem ráða næstum öllu í þremur heimsálfum,
miklu í hinni fjórðu (Asíu), en að svo stöddu minnstu í Af-
ríku. En eptir því sem á undan er greint, veitir nú i annað
horf, en Frakkar og Englendigar færa af kappi út ráðasvið sitt
í þeirri álfu, hinir fyrri í Senegal og við Miðjarðarhafið, hinir
siðari suður frá og við Níifljótið. Vjer treystum sigursæli
kristinnar trúar, og má vera, að svo rætist, en að fyrirheitið
um „eina hjörð og einn hirði“ hljóti að eiga sjer enn langan
aldur, má af þvi ráða, að tala kristinna manna á jörðunni fer
ekki langt yfir 320 millíónir, þar sem 423 mill. eru Búddha-
trúar (eða Sintó), 200 mill. Múhameðstrúar, 163 m. Brahma-
trúar, en heiðingjar á að geta 230 millíónir.
Hvernig menn greinir á um þingstjórn.
þessi ágreiningur hefir ekki mínkað árið sem leið, en orðið
heldur harðari enn áður, því það mun ekki of sagt, að þeim
hafi viða vaxið hugur, sem einveldið þreyja, og að þeir mæli
nú hiklausara enn fyr, sem segja, að þingstjórnar öldin sje
bráðum á enda, og svo sje þingflokkunum eða óráði þeirra
fyrir að þakka. þessum mönnum verður tiðtalað um en mörgu
ráðherraskipti, sem verða þar sem þingstjórn á sjer stað á