Skírnir - 01.01.1884, Page 15
ALMENN TÍÐINDI.
17
það gengið. En um leið og svo mætti kalla, að eptirdæmi
Englendinga hafi komið sósíalismus á meginlandi álfu vorrar í
nýja og betri stefnu, er á að minnast, að ný álit og nýir
kappsmunir ryðja sjer til rúms, eða það sem kallað er „ríkis-
sosialismus“, sem Bismarck, heldur fram á þýzkalandi. þeirra
nymæla hefir verið getið i þessu riti, sem hann hefir borið upp
a Berlinarþingunum iðnaðarmönnum og verkmönnum í hag, og
þó móti þeim hafi verið risið til þessa, og þau líkast til mæti
enn mikilli mótstöðu, þá eru þó mestar likur til, að þau nái
fram að ganga. í eðli sinu er þessi sósíalismus hinum likur,
°S munurinn er helzt sá, að þar sem hinir frönsku og þýzku
sósíalistar vilja fyrst skapa nýtt riki, nýja þegnskipan, eða al-
mennt og fullkomið lýðveldi, þá vill Bismarck og hans mál-
sinnar engu raska nje umturna, en selja rikinu, eins og það er
nú, það jafnaðar og rjettlætisumboð í hendur, sem hjer um
rseðir. Sigri Bismarck á þýzkalandi, þá má helzt á ætla af
því sem mót hefir sjezt þegar til í öðrum löndum, að ríkin á
meginlandi Evrópu hafi hans dæmi til fyrirmyndar. Sú er
önnur grein jafnaðarhreifinganna, er til landeignanna kemur og
kosta bændastjettarinnar, og hefir hjer ekki bært á minna
akafa og nýjabrumi. Sumar kenningar hafa sagt, að jörðin
ætti að vera öllum jafnheimil, og ætti á hana eign að kasta,
þá skyldi jafnt meðal allra út reitað — og það fram eptir
götunum. Árið umliðna hefir allmikilla hreifinga kennt um
þetta mál bæði á Englandi og þýzkalandi, og hjer hafa Eng-
lendingar tekið dýpra i árinni.1) Vjer nefnum til dæmis fjelag
-— aðsetur fjelagsstjórnarinnar í Lundúnum —, sem vill að
allir landeigendur afsali sjer fastneignir sínar gegn sanngjarnri
þóknan, svo að hvert mannsbarn á Englandi (öllu heimaríkinu)
geti eignast jarðarpetti á tvær „ekrur“, að minnsta lcosti þegar
stundir liða. Skóga, beitilönd, veiðilönd og mýrar tekur ríkið
undir sig, en leggur beitarverð á móti á ári hverju til þeirra
sem eiga. því landi skal skipt, 20 ekrum saman, meðal
‘) Vera má, að landlög Gladstones á írlandi hafi að nokkru leyti
valdið þeim hristingi.