Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 17
ALMENN TÍÐINDX.
19
a Hollandi 40. Vjer nefndum i fyrra kvennaskólann (í Girton)
1 námunda við Cambridge, og eru þar nú drjúgum fleiri. En
við húskólana í Cambridge, Lundúnum og Dýflinni nema yms fræði
hjerumbil 750 kvenna (samtals). Nú á að reisa nýjan kvenna-
skóla nálægt Vindsor, og hefir auðagur læknir, Halloway að
nafni, gefið til hans 4‘'2 millíón króna. Frakkar hafa líka
stofnað marga menntaskóla, þar sem stúlkum er ætlað að nema
þau fræði, sem allmennt eru kennd í kvennaskólum, á
Norðurlöndum og víðar. Til siðustu tíma hafa klaustrin verið
helztu kvennaskólarnir á Frakklandi. Hinu sama fer fram á
Itaiíu, og þar beiðast konur fullkomins jafnstæðis við karl-
tnenn, t. d. jafnrar heimildar að öllum embættum og umboðum,
som | ær geta gegnt fyrir kunnáttu sakir. Vjer látum þess
getið, að 150 kvenmenn gegna póstembættum í Austurriki, og
1000 þjónustu við hraðfrjettasendingar i Lundúnum, Dýflinni
°g Edínaborg. Hvað eignarrjettinn og þegnrjettindin snertir,
þá er því máli vel fram haldið í öllum löndum, og er viða
áleiðis lcomið. 1 fyrra var kosningarrjettur kvenna (til þing-
kosninga) borinn enn upp í neðri málstofu Englendinga. Með
honum urðu 114 atkvæði gegn 130. þegar Stúart Mill bar sitt
frumvarp fram i fyrsta sinn, fylgdu því ekki fleiri enn 73 at-
kvæði. Að niðurlagi þessarar greinar skal þess getið, að al-
þjóðafjelag, eða deildir þess i öllum löndum vorrar álfu, kost-
ar mesta kapps um, að takmarka og af nema þau lög, sem
hafa fyrir ávirðingar og tálarfall skipað konum í her lastanna
°g forsmánarinnar.
Alþjóðlegar sýningar árið sem leið.
þær hafa verið afarmargar, en vjer nefnum að eins
nokkrar af inum helztu, eigi í því skyni að lýsa neinu sjer-
staklega, þvi bæði yrði það oss ofvaxið, og of langt mál, þó
föng væru til, heldur til þess, að menn sjái hvernig samgöngur,
samverknaður og samlceppni með enum fjarlægustu þjóðum á
jörðinni fer í vöxt ár af ári. Fyrst slcal þeirrar sýningar getið,
?em byrjaði í Berlíu 10. maí, en þar gaf það allt að lita og
prófa, sem menn hafa fundið bezt til holiustu, heilnæmisauka og
7*