Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 21
ALMENN TÍÐINDI.
23
tækin eptir helgum ritum klifandi og staglandi, en ekki
trútt um, að „úlfar“ felist hjer „í sauða klæðum“, að
vjer ekki tökum harðara á f>etta er sýnt i skáldsögu
eptir Victor Cherbuliez, sem heitir Eline Ebsen. f>ar
er lýst atferli „sáluhjálparhersins“ í París, og hvernig
fortölur þessara rnanna geta gert suma hálfæra, umhverft lund
þeirra og hugsunarháttum. Allt um það mun nokkuð til hæft,
að tölurnar, bænahöldin og sálmasöngurinn hafi vakið marga
þá sem af roti í stórborgunum á Englandi og viðar, sem voru
jafnt háðir andlegri eymd og líkamlegri. |>að er ekki heldur
ólíklegt, að þeir menn hafi orðið fyrstir til að hertýjast vopnum
>,hersins“, sem ofbauð sú spilling og volæði sem finnst í sum-
um stórborgahverfunum, t. d. i Lundúnaborg, og fæstir mundu
trúa aðrir enn sjónarvottar þeirra kynja.
E n g 1 a n tí
Efniságrip: i) Frammistaða stjórnarinnar fyrir utan keimaríkið:
4 Egiptalandi, Afganalandi, Indlandi, í Eyjaálfunni, gagnvart Frölckum og
1 Suðurafríku. — 2) Um streituna við íra: Fenixmorðin dæmd; Carey
goldin sögulaunin. — Dróttað að Parnell um mök við illræðismenn. —
krá írlandi. — Parnell þiggur Ireiðursgjöf. — «Órangistar• 'og þjóðviniv
íra. Hugleiðing. — Frá samsærisráðum og ódáðum. — 3) Önnur heima
^rál: p’r^ þingi og af Bradlaugh. — Ný lög i vændum um útfærslu kjör-
rjettar. — pingmennsku afmæli J. Brights. — Brautargöngin undir Calais-
sundi. — Slysfarir. — Líftjón barna í Sunderland. —- Mannalát.
Vjer höfum minnzt á viðlendi hins brezka ríkis í hinum
almenna þætti þessa rits, og mátti af því sjá, að Englendingar eiga
td mikils að gæta i öllum álfum heimsins. f>egar þeir hlutast
dl utlendra mála, leika það með höfuðrikjunum á meginlandinu,
sem „Skírnir11 hefir kallað „stórveldaslag11, þá mætti kalla, að
þeir geri i raun rjettri ekki annað, enn mæla þeim málum sín-
um, sem varða nýlendur þeirra og landeignir í öðrum álfum.