Skírnir - 01.01.1884, Side 22
24
ENGLAND.
„Austræna málið“, t- a. m., eða dilkur þess á Egiptalandi,
verður í augum Englendinga ekki annað enn nýlendumál hins
mikla Asíu- eða Austurvega-rikis, sem Beaconsfield lávarður
kalladi England orðið. Um þetta kemur hvorumtveggju saman,
Viggum og Tórýmönnum, en þá greinir á um forstöðu mál-
anna, um sjálfa frammistöðuna af hálfu ríkisins, og hjer þykj-
ast hvorir um sig hinum vitrari og ráðsnjallari. Á hinn bóginn
víkur ekki sjaldan svo við, þó kringilegt megi þykja, að þeir
sem við völdunum taka, verða að halda í sömu áttina, sem
þeir kölluðu áður vita til óhamingju og eyðileggingar ríkisins.
f>að er t. d. ekki úr lausu lopti gripið, þegar menn hafa sagt,
að Gladstone gerði í rauninni ekki annað á Egiptalandi enn
að framkvæma skipun eða testament Beasonsfields lávarðar.
f>að var Disraeli, sem kom Englendingum i sameign við Frakka
að farsundinu um Suesseiðið, en það leiddi af sjer alla þá
ábyrgð og vanda, sem um hefir verið talað í undanfarandi
árgöngum þessa rits — fjárhagstilsjónina, atfarirnar, nýja til-
sjá til umbóta á lögum og landstjórn, og svo frv. — ábyrgð
og vanda, sem þeir hafa ekki sjeð enn fyrir endann
á. f>eir hafa ekki færzt minna í fang, enn að koma
högum og lögum Egiptalands á sama rekspöl, sem að.
eins á sjer stað hjá enum kristnu þjóðum. Allir út í frá —
og þá ekki sizt Frakkar — segja, að hjer muni seint að kenna
gömlum hundi að húka, þvi í raun rjettri sje verkefnið eklci
minna, enn að gera Egipta að annari þjóð enn þeir eru. Duff-
erin lávarður, sendiherra Englendinga i Miklagarði, hefir búið
til fagra fyrirætlun nýrrar blómgunar og þjóðþrifnaðar á Egipta-
landi. Höfuðatriðin eru: þingbundin stjórn með tveimur mál-
stofum, endurskipun allrar umboðsstjórnarinnar, hersins, löggæzl-
unnar, skattanna, dómanna, og svo frv. Fyrirætlunin er glæsi-
leg; en mundi hjer stakkur eptir vexti sniðinn? Mundi elcki
líkt verða ofan á, og reynzt hefir hjá Tyrkjum: mörgu heitið,
margs freistað, en engu áleiðis komið1)? Siðan i fyrra hafa
*) Dufferin var sendur til Egiptalands að rannsaka allt ástand lands-
ins. Hann átti að senda stjórninni sltýrslu, og segja um leið,