Skírnir - 01.01.1884, Page 26
28
ENGLAND.
og hefir að fyrirlagi stjórnarinnar sent henni álitaskrár frá
ymsum löndum hins indverska ríkis. Mótmæltir lögunum urðu
flestir embættismenn og fleiri af ensku kyni. þar eystra. þeir
segja, að allt fari á ringulreið, ef þau nýmæli verði að lögum,
og sjálfsforræði landanna hljóti að leysa sundur riki Englendinga
á Indlandi. Indverjar gerðu út þann mann til Englands, sem
átti þar marga heldri menn sjer kunnuga og innanhandar, að
tala máli sinu. Hann hjet Lal-Mohun-Ghose og var frá Ben-
gal. A málfundum, sem hann hjelt í sumar leið á Englandi,
var góður rómur gerður að tölum hans, en niðurlag þeirra var
jafnan, að önnur eins frelsis- og framfaraþjóð, og Englendingar
væru, gæti vart með neinu sjeð heiðri sinum betur borgið enn
því, að gera þegna sina á Indlandi þjóðlegs sjálfsforræðis og
þegnlegs frelsis að njótandi. Um þær mundir varð og títt um
fundahöld á Indlandi sjálfu. Indverjar höfðu stofnað fjelag
(„Indverska bandalagið“), og gekkst það fyrir þeim fundum,
en þar heimtað auk dómakröfunnar, forræðisstjórn með þing-
um fyrir hvert höfuðfytíii á Indlandi. A einum málfundinum i
Kalkúttu komst einn indverskur ritstjóri svo að orði: „Vjer
viljum stýra svo sjálfir málum vorum, sem hagir heimta á
hverjum stað, en fá forræðisstjórn fyrir hvert fylki að þing-
stjórnar háttum. Vjer viljum eignast fulit jafnrjetti ogjafnstæði
við þær nýlendur Englendinga, sem stýra málum sinum með
fullu sjálfsforræði i verndaskjóli og með tilsjá ennar ensku
krúnu. þetta er mið vort og mark, og til að' ná því skal enga
kappsmuni spara. “ Hann lauk svo málisínu: „Kveikið bræð-
ur þann eld á altari fósturlandsins, sem ekki mundi slokkna,
þó sliku yrði á ausið, sem öllu vatnsmegini Gangesár. Stand-
ið öruggir umhverfis fána „Ens Indverska Bandalags“, þar til
er stjarna frelsis, friðar og rjettlætis sldn skært á himinhvolfi
hins indverska ríkis! “ — Vjer heyrðum það siðast um krafar-
mál Indverja, að því dómsheimildina snertir, að nefnd manna sóttj
á fund ráðherrans fyrir Indland og tjáði fyrir honum allar
þær mótbárur, sem fram voru komnar á móti „lagafrumvarpinu
Ilbertska", en hann veitti þau svör, að hann gæti með engu
móti á þær fallizt, og stjórnin væri staðráðin í að gera nýmælin