Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 28
ENGLAND.
50
nýlenduráðherrann, Derby jarl, hafi skorað á Astralíubúa að
sleppa þessu ráði, og látið þá vita, að stjórnin á Englandi
samninga vegna og annars fleira hlyti að synja sinnar sam-
þykktar, þá sýnir 'þetta þó, hvað hinum ensku mönnum þar
eystra býr i brjósti. þeir vilja gera það upp á sitt eindæmi,
sem enskur þjóðarmóður, menntun og framtaksemi hefir veitt
þeim burði til. f>eir munu sjá, að sjer sje ætlað að grundvalla
í íiyjaáifunni áþekkt stóreflisríki og Bretar hafa komið upp í
Vesturheimi, og gera þá álfu að gróðrarstöð kristinnar þjóð-
menningar; en þar eru hinir innbornu menn víða svo skammt
komnir, og svo lítil merki sjást til framfara mannskepnunnar,
að virðast mætti, sem hjer berist enn í bökkum með mönnum
og dýrum. Astralíubúar stýra málum sínum með frelsi og góðu
sjálfsforræði, en nýlendufylkin hafa til þessa verið hvert fyrir
sig um sín mál, og ekki i öðrum tengslum sín á milli enn
verzlunarinnar, siglinganna og annara samgangna. I haust
Ijetu forstjórar þeirra stjórnina vita, að þau hefðu ráðgazt um
sin á milli að kveðja fulltrúa tii einskonar aðalmóts fyrir alia
Astralíu (í Sidney), og ræða þar uppástungur um sameiginiegar
nauðsynjar og bandalög framvegis. Derby járl tók hjer vel
undir, og blöðin ljetu vel yfir þvi ráði. En komist bandaríki á
stofn þar eystra, þá er auðvitað, að Astralíubúar ganga ekki
ódjarfara enn áður eptir meginráðum í Kyrrahafinu.
f>ó að Frakkar hafi orðið að þoka fyrir Englendingum á
sumum stöðum, t. d. á Indlandi, og orðið mjög þeirra eptir-
bátar, hvað nýlendueignir snertir, í öðrum álfum, þá reyna
þeir nú til víða, sem nokkuð var sagt af í fyrra í þessu riti,
að færa sig aptur upp á skaptið. A sumum stöSum vill riða í
bága með þessum stórþjóðum, en hvorutveggju gera sjer mesta
far um að miðla með sjer málunum og hliðra þar til er svo
ber undir. I reyndinni er Englendingum ekki vel við þessa
nýju fjölþreifni Frakka, og ekki trútt um, að þeir bindist ekki
mótróðurs í leyni á sumum stöðum. Að minnsta kosti grunuðu
Frakkar þá um slikt á Madagaskar, er þeir unnu strandborg-
ina Tamatave, enda lá mjög nærri, að vináttan mundi slitna.
Frakkár urðu svo nærgöngulir sumum enskum mönnum (sjá