Skírnir - 01.01.1884, Síða 29
ENGLAND.
31
Frakklandsþátt), að stjórn Frakka hlaut að greiða miklar bætur
þeirn manni, sem flotaforingi þeirra hafði verst leikið. Við
það varð jafnblitt með hvorumtveggju og áður hafði verið.
Hjer skal minnzt á annað mál, sem hvorutveggju greinir nokkuð
á um, og hefir i löngu stappj staðið. það er um nýjan skurð
yfir Suessleiðið samsíðis hinum gamla skurði eptir fyrirætlun
Lesseps greifa. Skyldi svo á öðrum skurðinum farin suðurleið,
og á hinum norður, og með því móti gert greiðara og óhætt-
ara um siglingarnar. Lesseps hafði hugað hjer til samvinnu
með Englendingum, og Glaðstone tók því eigi að eins vel í
fyrstu, en hjet að mæla fram með framlagi úr ríkissjóði (8
mill. p. sterl.) Englands. þegar til kom, reis hjer á móti svo
mikil mótstaða, bæði i flestum blöðum Englendinga og við
fyrirspurnir í neðri málstofunni, að Gladstone hvarf aptur frá
þeim einkamálum. Lesseps fór til Englands i nóvember, og
átti þar fundamót við kaupmenn í ymsum borgum og útgerðar-
menn skipa, þvi það voru þeir sjerilagi, sem kröfðust, að
leiðargjaldi skipa, sem um skurðinn fara, skyldi drjúgum hleypt
niður en hins kvatt af þeim og öðrum, að tilsjármönnum frá Eng-
landi og öðrum umboðsmönnum við leiðarsundið skyldi fjölgað,
og Englendingar fá þær heimildir, sem samsvöruðu umferð
þeirra og flutningum, stöðu þeirra á Egiptalandi, og hinu þá
eigi síður, hvað þeir ættu í veði um þá leið til hinna miklu
landeigna austurfrá. Allt fór hjer mjúklega og vinmælalega,
en að því oss er kunnugt, er málið ekki komið í kring að svo
stöddu. I þeirri ferð var Lesseps i veizlu borgarstjórans í.
Lundúnum, dg má kalla, að þeir Waddington, senðiherra Fralcka í
Lundúnum, þreyttu kapp við Gladstone i lofi og biíðmælum.
Gladstone sagði, að þegar börn Frakklands sjálfs væru undan
skilin, fyndust engin hjörtu í heimi, sem gleddust meir af
giptu þess og gengi, eða tæki sárara til rauna þess. Hann
minntist á, hve vel Frakkar hefðu orðið við kærunum frá Mada-
gaskar, enda hefði þetta eflt að eins vináttusamband beggja
þjóðanna, það samband, sem í hálfa öld hefði verið svo af-
farasælt fyrir mannkynið.