Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 32
34
ENGLAND.
O’Donnel var að sögn manna frá Norðurameríku, en hafði tekið
sjer far á sama skipi og hinn, en sumir segja, að hann hafi
ekki komizt fyr að, enn hjer var komið, hver sá var, sem hann
vildi hitta. O’Donnel var þegar tekinn fastur og fluttur aptur
til Englands. Hann sætti þar lífláti í desember. Alþ)''ða
manna á Iriandi fagnaði því mjög, að O’Donnel hafði tekizt
hefndarbragðið, og hefir hann í tölu píslarvotta fyrir málstað
ættjarðarinnar.
Vottorð Careys og annara við rannsóknirnar í morðamál-
inu gáfu tilefni til fyrirspurna í fuiltrúadeild þingsins um hva$
satt mundi i þvi, er sagt væri um samband „landfjelagsins“
eða bændafjelagsins, og þess forustumanna við illræðisflokkana.
Sjerílagi veittust menn að Parnell, forstöðumanni fjelagsins.
Honum var borið á brýn, að hann hefði sagt hreint og beint
á fundi irskra manna í Cincinnati (í Ameriku), að enginn Ir-
lendingur, hvort sem hann væri heima á ættlandi sinu eða í
Bandarikjunum, gæti við minni árangur unað, enn fullkominn
aðskilnað Irlands og Englands. f>að komust heldur vöflur á
Parnell í svarinu. Harðast gekk Forster, fyrrum ráðherra fyrir
Irland, að Parnell. Ræða hans leiddi nokkur rök til, að Parn-
ell, fjelag hans og blöð þess, hefðu að minnsta kosti óbeinlínis
eggjað til illræða og morða. f>að væri mjög grunsamt um,
hvaðan fjelagið hefði fengið fje i samslcotasjóð sinn og hvernig
því væri varið. Hitt værri öllum kunnugt, að verstu æsinga-
blöð Ira, t. d. Irish World (í New York) og TJnited Ireland hefðu
skorað dagsdaglega á menn til samskota handa fjelaginu. Með
sönnu mætti og segja, að Parnell hefði ekki aptrað frá illræð-
um, þvi það væri ekki nóg að segja, sem hann hefði komiz
að orði á einum fundinum: „Vjer viljum ekki ráða mönnum
til að skjóta enska landeigendur á Irlandi, því það er frekju-
ráð, og svo er svo mikið gert úr öllu þessháttar í enskum
blöðum.“ Einnig nefndi hann suma (t. d. Sheridan, sem nú
er í Ameriku), sem illa væru grunaðir, og hefðu verið í kunn-
ingskap við Parnell. Svar Parnells var þykkjumikið, neitaði
þvert öllum mökum við morðingja og illræðismenn, og kvað
það ekki sitja á Forster um slíkt að tala, sem hefði verið