Skírnir - 01.01.1884, Síða 33
ENGLAND.
35
aldavinur Mazzinis og haldið einu sinni svörum uppi fyrir morð-
ræðum hans. Flestum öðrum enn Irum þótti hann hvergi
nærri til hlítar hafa borið af sjer grun eða ákærur. þess skal þó
getið, að annar írskur þingmaður, O’Shea að nafni, ritaði
varnargrein nokkru síðar fyrir Parnell. þeir eru vinir, en sá
maður er þó ekki i Parnells flokki. Hann minntist þess
sjerilagi, hversu þunglega Parnell hafði fallið morðafregnin
frá Dýfliríni, og á það ávarp sem hann þá hefði sent löndum
sínum.1)
það er frá Irlandi sjálfu að segja, að þar hefir verið mun
minna um illvirkin enn fyrir tveim árum, en sömu tilgæzlu
verður lögvörzluliðið að hafa þar á lífi, griðum og eignum
sem fyr. Hitt mundi ofhermt, að hugur fólksins hafi þýzt til
Englendinga. Kröfunum um sjálfsforræði, heimastjórn, landeign
og svo frv. er eins álcaft fram haldið og áður. Fyrir þann
hnjóð, sem Parnell varð að þola á þinginu, gerðu landar hans
honum það til uppreistar, að skjóta fje saman í heiðursgjöf
handa honum. I nefndinni sátu ekki færri enn 9 biskupar,
auk fjölda af prestum. Gladstone tók það þá til bragðs, að
senda einn af þingmönnum íra, Errington að nafni, á fund
Leós páfa þess erindis að tjá honum, hvað fram færi á írlandi,
og biðja hann veita klerkunum áminningar fyrir fylgi þeirra og
mök við mótþróaflokkinn, og var Croke, erkibiskupinn í Cashel
1) Nokkru síðar var rannsóknum lokið í Belfast í því sakamáli, sem
höfðað hafði verið á móti því fjelagi, sem nefndist "Bræðrafjelag
ættjarðarvinannao. peir menn stóðu í sambandi við bandalag íra
í Norðurameríku, fengu þaðan samskotafje og framkvæmdu það
sumt, sem þar var ráðið. Aðsetur forstöðunefndarinnar var í
þeim bæ, sem Crossmaglen heitir. Sá maður sagði hjer til og
visaði á fundahús nefndarinnar, sem Patrick Duffy hjet, og hafði
verið í fjelaginu. j*ar fundust yms skjöl fjelagsins og fundabók þess,
og á í henni að hafa staðið:«Ep tir boði landfjelagsins, semThómasMurphy
kom með, unnu nokkrir menn eið að því heiti, að drepa herra
Brooke<. Hjer þóttu enn böndin berast að landfjelaginu, en írar
sögðu, að það hefði verið falsskrá, sem til var vitnað.
3*