Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 34
36
ENGLAND.
sjeriiagi til nefndur, en hann er vinur Parnells, og hefir verið
mesti styrktarmaður landíjelagsins. Leó páfi brást hjer greið-
lega við, stefndi Croke til Róms, og ljet hann sæta þungum
ávitum, en skrifaði hinum biskupunum áminningarávarp, og
skyldu þeir birta það sinum undirhirðum. Hann minnti þá á
hlýðni við yfirhirðinn (Kardínálann Mac Cabe) í Dýflinni, og að
þeim bæri að sefa óróa fólksins og stilla alstaðar til friðar, en
hitt vissi í gagnstæða átt, að taka þátt í samskotunum til Parn-
ells og skora á alþýðuna til þeirra framlaga. þegar umburðar-
brjefið kom til Irlands, tókust fundahöld með oddvitum „þjóðar-
fjelagsins1',1) og var þar helzt fram tekið i ræðum þeirra, að
páfinn hefði látið ginnast af lymsku Gladstones og fortölum
hans erindreka. Einn þeirra var þingmaðurinn Mayne, og
minnti hann menn á orð O’Connels, „að Irum bæri í trúarefn-
um að biða boðanna frá Rómaborg, en ekki í stjórnarmálum11.
A þinginu spöruðu fulltrúar Ira ekki hörð ámæli við stjórnina
fyrir kúgun og harðræði við fólkið á Irlandi, og fyrir þau höpt,
sem hún hefði lagt þar á ræð,ufrelsi og prentfrelsi. það er þó
sannast að segja, að djarfmæli Ira, bæði á fundum og i blöðum,
fóru langt fram úr því, sem þolað mundi á meginlandi Evrópu.
þetta nóg til dæmis: Landfjelagið hjelt einn fund sínn i
Clappamore (i Limerick) í byrjun septembermánaðar. þar
flutti Michael Dawitt aðalræðuna fyrir 10,000 manna. þegar
hann hafði skýrt frá ofbeldisverkum stjórnarinnar og stóreigna-
manna á síðustu þrem mánuðum, kvað hann einsætt, að ein-
asta úrræðið væri, að reka alla enska jarðeigendur út úr land-
inu. þeir hefðu á einni öld haft þaðan 1200 milliónir sterlings-
punda. þeir lifðu á sveita verkmannanna og leiguliðanna.
þeir ættu því skilið að fara á burt slyppir og án farareyris í
vasa sinum frá Kingstown til næstu hafnar á Englandi. Sömu
kenningu endurtólc hann í Waterford (á írlandi) fyrir 30,000
manna, sem fögnuðu þjóðhetju sinni með prósessiu, mörgum
grænum „heiðursportum" og miklu fánaskrúði. Um höptin á
) það fjelag, sem Parnell «reisti á rústum landfjelagsins».