Skírnir - 01.01.1884, Page 36
38
ENGLAND.
kosningu — 70—80 fulltrúa —, að þeir riðu þar meiri bagga-
mun enn nú. Nei, Irar ættu öruggir að bíða lyktanna á mál-
um sínum, en halda áfram kappsmunum sínum í þvi trausti’
að hin næsta kynslóð geti tekið við dýrum arfi: sjálfsforræði
og velfarnan hinnar irsku þjóðar.
I flestum hjeruðum á Irlandi, einkum norðurhjeruðunum,
skipa prótestantar og menn af ensku kyni fjelög, sem nefnast
Oraníufjelög1) (Orangistar), eða nafni þeirra fjelaga, sem lengi
rjeðu öllu á Irlandi, sátu í öllum embættum, nutu allskonar
einkarjettinda, og stóðu svo fast á móti jafnrjetti Ira, að
stjórnin átti loks ekki annað úrkostis, enn að taka til valdboðs
og forboða (1832 og 1835). þessi fjelög hafa eflzt aptur á
seinni árum, en nú, sem auðvitað er, heldur til varnar enn
yfirgangs, þó þau hlytu að horfa sem öndverðast við „landfje-
laginu“, og síðar „þjóðarfjelagi11 íra eða Parnellsliðum. f>egar
þessir menn eiga fundi með sjer, lendir jafnan í róstum og at-
vigum, ef hinir koma þar nærri, eða eiga fundi á næstu grös-
um. jbó löggæzluliðið væri til taks að ganga á milli og stýja
flokkunum sundur, þá gerðust svo mikil brögð að þessu í sept-
ember og október, að til fullrar styrjaldar þótti horfa á Ir-
landi. Northcote, formælismaður Tórýmanna íneðri málstofunni,
ferðaðist í október til írlands, og átti þar fundi við Oransjista
á ymsum stöðum, og var ekki fjarri, að hann stælti þá upp til
að ganga eptir þeim rjetti upp á eigið eindæmi, sem Vigga-
stjórnin hefði svo illa uppi haldið. Einn af skörungunum í
liði Parnells er Dawson, borgarstjórinn í Dýflinni. Hann fór
og víða til funda í haust eð var, og talaði óvægilega um at-
ferli stjórnarinnar A ymsum stöðum lenti í atvígum og stein-
kasti þar sem hann kom, og Oransjistar voru fjölmennir fyrir.
Fengu margir af þeim atgöngum sár og örkuml. Svo fór í
Londonderry, en þar er nokkuð jafnt á komið um tölu
kaþólskra manna og prótestanta. Irar fylgdu Dawson
með fánaburði inn í bæinn, en hinir tóku á móti prósessíunni
bæði með skotum og grjótkasti. Herliðið varð hjer að skakka
leikinn og aptra verri atburðum. I bæjarráðinu sitja menn af
') Nafnið frá dögum Vilhjálms konungs þriðja.