Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 38
40
ENGLAND.
ars atgerfis sakir einn af þeirra fyrirliðum. Að sex árum liðn-
um komst þetta upp, og var hann þá settur í varðhald, og
sat þar nokkra mánuði. Við þetta varð hann öreigi, en ' tók
þá að sjer ritstjórn þess blaðs, sem Irish People nefndist, og
var hið mesta heiptartól gegn Engléndingum. ]>ar kom, að
hann var dæmdur tii æfilangs varðhalds, en eptir þrjú ár var
honum hleypt út aptur. Hann fór þá til Vesturheims, og gerðist
þar aptur oddviti Fenia og þeirra manna, sem hugðu til
grimmilegustu hefnda á Englendingum. Hann er enn forusta
fyrir þessum mönnum, og að hans fyrirlagi er það flest unnið,
sem Feníar fremja á Irlandi og Englandi. „Bræðrafj elagið“,
sem á er minnzt í neðanmálsgrein hjer að framan (35. bls), var
í rauninni ekki annað enn deild Feníasambandsins í Norður-
ameríku, og forsprakki þess, Burn að nafni, var erindreki
Rossu, og skyldi það gangast fyrir morðum og spellvirkjum.1)
*) Hvað sem satt kann að vera eða ofhermt af því, sem á að hafa
staðið í fundabókinni, þá verður það að gefa illan grun, að sá
Sheridan, sém var kunningi Parnells og hann mælti fram með við
stjórnina (að hann mundi stilla til friðar á Irlandi), hefir verið
Feníaforingi, og er nú í New York, og einn liinn svæsnasti
Rossuliða; en hitt eigi síður, sem fyr skyldi getið, að Carey
komst í borgarráðið í Dýflinni fyrir meðmælingar O’Briens, eins
af þingmönnum Ira. I fyrra hjeldu fjelög íra í Norðurameríku
aðalfund i Fíladelfíu, og gerðu þar bandalag eptir sniði «þjóðar-
fjelagsins® á írlandi. það er nú sambandsdeild lieimafjelagsins.
Rossa og hans liðar voru á fundinum, en fundarmenn mótmæltu
með öllu hans ráðum og tiltektum. Allt um það voru þeir
mjög æfir í orðum gegn Englandi og stjórn þess, og ályktar-
atriðin lutu að því, að afreka Irlandi fullt frelsi og sjálfsforræði
utan allra sambandstengsla við England. En hvernig geta þeir
ætlað sjer að koma fram svo miklum stórræðum! þó Rossa fengj
þar svo litla undirtekt sinna mála, og yrði að draga sig í hlje á
fundinum, þykir mönnum þó helzt við því búið, að sama hulda
eða hjúpur verði yfir afstöðu hvorratveggju, sem heima, og
mönnum leikur grunur á, að fjelagið þar vestra hilmi yfir með
Rossu og hans erindasveinum.