Skírnir - 01.01.1884, Side 39
ENGLAND.
41
Vjer komum nú til sprengiráðanna og tundurtilræðanna. J>ess-
ar tiltektir prjedikaði Irish World, blað Rossu og Fenia i
Ameríku á hverjum degi. „Greiðið ljósinu veg á Englandi!"
stóð þar i einni grein, þar sem sýnt var fram á, hve hægunnið
það væri að sprengja alla Lundúnaborg i lopt upp með þeim
4 millíónum efnaðra og auðugra manna, sem þar ættu heima.
A einum fundinum stóð letrað á stalla, þaðan sem Rossa talaði
til fundarmanna: „Brennið allt sem England á, nema kolin!"
I miðjum marz varð tundursprenging í höll stjórnarráðsins, og
gerði mikil spell á henni, þó þetta yrði ekki neinum að bana.
— Annari tundurvjel hafði verið komið inn i prentstofu blaðs-
ins Times, en hún fannst áður enn hún sprakk. Rossa hæ!d-
ist á fundinum um sprenginguna í Lundúnum, og kvazt eigi
að. eins hafa fengið fagnaðarkveðjur frá Irlandi og öðrum stöð-
um, en veifaði stórum búnka af ávísunum, „sem sjer hefðu
verið sendar, eða fjelaginu, í þakkar skyni.“ 1 aprílmánuði
tókst að uppgötva og höndla 4 eða 5 írska menn, og voru
fiestir þeirra komnir vestan um haf, og höfðu sprengingaráð
með höndum. Einn þeirra, Whitehead að nafni, hafði sezt að í
Birmingham og leigt sjer sölubúð, þar sem hann seldi smámuni
(oliur, litarefni, og fl. þessh.), en innar i húsinu hafði hann
verkstofu sína, og sat þar við tundurgerð. Flestir hinna voru
í Lundúnum, höfðu þar miklar tundurbirgðir fólgnar, en fengu
við og við þann forða aukinn frá fjelaga sínum i Birm-
ingham. Einn þeirra hjet Gallagher, doktor, og var
hann foringi þeirra, og hafði mikið fje i hirzlum sínum.
Hjá þeim fundust brjef og jarteiknir, sem sýndu, að þeir fóru
með erindi frá Feníafjelaginu í Ameríku (Rossu). Einn af
þeim fjelögum nefndist Norman, en hann hjet Lynch. Hann
gerði að dæmi Careys, og varð til að bera vitnisskýrslu í gegn
hinum. Hann var bæði fölur og gugginn, þegar hann kom í
dominn, og þegar hinir sáu, að hann mundi kenna einhvers
lasleika, glaðnaði yfir þeim, og Gallagher kastaði þeim orðum
a hann: „það er mátulegt handa þjer, níðingurinn þinn! og
þarna hefir hegning drottins hitt þig þegar.“ Whitehead var
mjög ósvífinn í öllum svörum, og bauð öllum byrginn. Annars