Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 40
42
ENGLAND.
furðaði bæði hugvits meistara og efnafræðinga á kunnáttu hans,
hvað tundurefnin snerti og þeirra samsetning, eða mögnun
vjelanna. þeir fjórir, sem sekir urðu i dóminum, voru dæmdir
til æfilangrar betrunarvinnu.1) Sami dómur var upp kveðinn á
sökum 5 írskra manna í Liverpool, sem höfðu buið til sprengi-
tundur i Cork á Irlandi, og komið þaðan til húsa og hallna-
sprenginga í hinni fyrnefndu borg. Betur heppnuðust sprengi-
vörgunum tilræðin í lok októbermánaðar, er þ eir lögðu sprengi-
vjelar á eina undirbrautina (jarðgangajárnbraut) í Lundúnum.
Auk þess að vagnarnir lestust stórlega og mikil spell urðu á
einni járnbrautarstöðinni, lemstruðust 30 manna — eptir öðrum
sögnum 62, — sem bera merki og menjar þessa illræðis. Vjer
höfum sjeð getið um sprengingar i Glasgow og Woolwich af
völdum Fenía, en hvorug þeirra varð að manntjóni, ef oss
minnir rjett.
Nærri má getá, að slíkir atburðir settu geig í borgafókið,
enda var það skjótt gert til varúðar, að setja helmingi fleiri
menn á alla verði, þar sem líkur þóttu til að heljarvjelunum
mundi beitt. Löggæzlulió er og eflt að líku hófi. I öllum
höfnum og tolltökustöðum er tollheimtuþjónunum boðið að
huga vandlega að öllu, sem á land er fiutt, og þá einkum því
sem kemur vestan um haf. Vjer vitum ekki, hvort stjórnin á
Englandi hefir farið fram á við stjórn Bandaríkjanna, að leggja lið
sitt til á móti hinum írsku illræðismönnum þar vestra, eða
hamla helvjeijasendingunum og hafa gát á öllu, sem á skips-
fjöi er fært, en blöðin i Norðurameríku taka ekki líklega á því
máli. þau segja, að allir dugandi menn liti sömu augum á
óhæfuverk Ira og Englendingar sjálfir, og kalla tiltektir þeirra
mestu svivirðing vorrar aldar, en þau ætla þó að slikt mundi
fyrir litið koma, og benda til, hve erfitt það hafi orðið á Eng-
landi að aptra þar tundursendingum hafna á milli, og hverja
fyrirhöfn Bandarikin ættu að takast hjer á hendur, og hver
töf og tálmun þetta yrði á öilum flutningum frá Norðurameríku-
‘) Ný hegningarlög um tundursprengingar og allt þar að lútandi
hafði þingið samþykkt í fyrra hluta aprílmánaðar.