Skírnir - 01.01.1884, Síða 41
ENGLAND.
43
Að svo stöddu verði Englendingar að halda uppi aðalvörninni
heima hjá sjer á móti illvirkjaráðunum, en hins sje þó að
vona, að öllum kristnum þjóðum semjist bráðum um, að gera
fullan aðskilnað á þeim glæpum, og afbrotum þeirra manna,
sem flýja land í sekt við almenn ríkislög eða fyrir landráða
sakir. Annars má kalla, að Bandaríkjunum sje nokkur vork-
un, þar sem Englendingar koma svo mörgum þangað frá Ir-
landi, sem þeir annaðhvort geta eltki tjónkast víð sjálfir eða
staðið straum af, það er nokkuð því áþekkt, ef einhver segði
sjer afhendan ómaga sinn óskyldum manni með þeim orðum:
„nú verður þá að ábyrgjast hann Skuggasvein, jeg get
það ekki!“
Með þvi þingræðurnar teygðust lengst um vandamál Eng-
lendinga á Irlandi og Egiptalandi — en slík mál eru jafnan
lögð á met höfuðflokkanna, þegar andsvörin eru rædd við
þingsetningar ræðu drottningarinnar — þá urðu það ofurfá
nýmæli, sem rædd voru til lykta i þeirri þingsetu', sem endaði
25. ágústmánaðar. Vjer nefnum að eins sektalög fyrir mútu-
gjafir við kosningar, og ný landsleigulög fyrir England og Skot-
land, sem vilna landsetunum í, á líkan hátt og þegar hefir
verið gert á Irlandi. Minnast skal og á tvö frumvörp til laga,
sem felld voru á þinginu, önnur í neðri málstofunni, hin i elri.
Fyrra frumvarpið var um þingeiðsbreytingu, og átti hún að
helga Bradlaugh, guðleysingjanum, sem svo opt hefir verið
minnzt á í undanfarandi árgöngum þessa rits, sæti á þinginu,
eptir endurteknar kosningar í kjördæmi hans (Northampton).
Bænarskrár voru komnar til þingsins um þetta mál i þúsunda
tali. 767 til meðmælingar með 83,000 nöfnum undir, en 2900
á móti með 273,000 nafna. I fyrsta sinn, er Bradlaugh kom á
þing (1880), skoraðist hann undan að vinna eiðinn, en síðar
hefir hann optar enn einu sinni boðist til þess (o: að rita nafn
sitt undir eiðstaf þingsins), en ávallt gerður rækur úr þingstof-
tmni. Hann var endurkosinn 4. marz, og nú bar Gladstone
fram þá uppástungu, að hverjum þingmanni skyldi heimilt,
hvort heldur hann vildi kjósa, að vinna eiðinn sem að undan-
förnu, eða leggja við þegnskap sinn, án þess að nefna nafn