Skírnir - 01.01.1884, Side 42
44
ENGLANI).
Guðs. Mótmælendur frumvarpsins klifuðu helst á því, að
Bradlaugh væri guðleysingi, og það væri höfuðhneyxli fyrir svo
trúrækna þjóð, sem Englendingar væru, að leyfa slíkum manni
að sitja á þingi. Gladstone er manna trúræknastar, en sýndi
mönnum fram á i löngu erindi og snjöllu, að trúin ætti hjer ekki
máli að skipta, en Bradlaugh kveddi að eins rjettar síns. Mót-
mælendur frumvarpsins gerðu langt um óþarfara verk enn þeir
ætluðu, er þeir bljesu að illum kolum hjá alþýðu manna, ósann-
girni og umburðarleysi. „Jeg ber engan kviðboga“, sagði
hann, „fyrir guðleysi í þessum sal, en jeg er hræddur um, að
sá órjettur sem Bradlaugh er hjer gerður, muni lcoma fólkinu
til að tala Svo um trú og trúarmál, að sannfæring þess í trúar-
efnum veiklist eða raskist til muna, og er það þó sú mesta
ógæfa, sem nokkurn mann eða nokkra þjóð getur hent.“ Tó-
rýmenn höfðu hugað sjer til hreifings af þessu máli, og ætlað
að hafa það honum til falls og hans sessunautum. Jaeim brást
sú bogalistin, því hann ljet þingmenn vita, að hann mundi
ekki láta svo miklu gegna, eða víkja frá stjórninni, þó
frumvarpið yrði apturreka. Má vera, að sumir af hans liðum
hafi fyrir þá sök greitt atkvæði eptir hugboði sínu á móti
frumvarpinu. J>að fjell við þriggja atkvæða mun (292 móti
289). — Eptir þetta kvaddi Bradlaugh til margra málfunda, og
voru þeir fjölsóttir, en að máli hans alstaðar bezti rómur gerð-
ur. Einn fundurinn var í Lundúnum snemma í ágúst; á
honum 50,000 manna; hávaðamildll heldur í fyrstu, þar til
einn af prestum ríkiskirkjunnar tók við stjórninni, og kvaddi
hljóðs. I tölu sinni sagði Bradlaugh, að ekkert sýndi betur
enn slíkir fundir, hve mjög fólkið væri sjer sinnandi, þó mót-
stöðumenn sinir segðu hið gagnstæða, Hann kvazt vita tölu á
þeim mönnum, sem fundina hefðu sótt: eigi minni enn 320,000,
en af þeim hefðu 319,500 rjett hendur upp til samþyklds að
ályktaratriðunum. — Menn efast ekki um, að Bradlaugh nái rjetti
sínum um síðir, þó seint sækist, þvi svo hefir fyr farið, t. d.
þá er Gyðingum var varnað þingeiðs. — það frumvarp, sem
fjell i efri málstofunni, var breyting hjúskaparlaga, og þar
farið fram á, að ekkill mætti giptast systur "konunnar látnu. I