Skírnir - 01.01.1884, Síða 43
ENGLAND.
45
tveimur umræðunum fyrstu hafði meiri hluti atkvæða fylgt
frumvarpinu, og krónprinsinn („prinsinn af Wales“) og
fleiri af enu tigna fólki höfðu lagt sig mjög fram um að draga
afla saman þvi til framgöngn. Krónprinsinn var langt á burtu
(60 mílur), þegar þriðja umræða byrjaði, en skundaði þá til
Lundúna til atkvæðafylgis, Blaðið „Times“ hafði verið frum-
varpinu mótfallið, einkum þó þess vegna, að það hafði Verið
sjer svo ósamkvæmt í ymsum atriðum. það var atfylgi biskup-
anna, sem reið nýmælunum að fullu. þeir kölluðu þau ókristi-
leg með öllu, og sögðu þann hjúskap bannaðan á fyrstu öldum
kristninnar, en vitnuðu og til hins gamla Testamentis. Svo
kennir margra grasanna, þegar menn vitna til helgra fræða, hjá
kristnum þjóðum sem öðrum.
Undir árslokin tókust fundahöld, þar er sumir ráðherranna
mæltu fram með nýjum lögum um útfærslu .kjörrjettar. I öllu
heimaríkinu var tala kjósanda þrjár millíónir, en hin nýju lög
ætlast til, að hún verði aukin um tvær millíónir. Seinasta dag
febrúarmánaðar þ. á. lagði Gladstone þau fram fyrir þinginu
og hóf umræðurnar. Hvernig þeim reiðir af, verður næsti
„Skírnir“ frá að segja.
I Birmingham stóð dýrðlegt hátiðarhald dagana 11. —14.
júní. Jþað var afmælisminning þingmennsku Brights, er hann
hafði verið þingmaður borgarinnar í 25 ár.1) Hjer þarf ekki
að lýsa skörungskap eða dygðum þessa merkismanns. Hann
hefir ávallt haft á sjer almannalof á Englandi, hvort sem hann
sat í ráðaneyti drottningarinnar eða gegndi þingstörfunum ein-
um. Hjer var svo mikið um blómaskrúð og fána, prósessíur
og stórgildi, að borgarmenn mundu ekki annan eins fögnuð
siðan Kossuth gisti þá 1851. Bright fjekk þakkarkveðjur frá
150 fjelögum frelsisvina (Viggaliða), og til borgargildisins í
ráðhúsinu komu þeir Granville og Chamberlain, ráðherrarnir,
auk margra annara skörunga af þingliði Englendinga. Gran-
*) í fyrsta sinn komst hann á þing 1847, og var þá kosinn í
Manchester. '' ,