Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 44
46
ENGLAND.
ville, ráðherra utanrikismálanna, mælti vel fyrir minni Brights, og
rakti þingferil hans og alla frammistöðu i iandstjórnar- og ríkis-
málum Englands. Bright flutti margar ræður þá daga, aUar
snjallar, sem öðrum eins mælskumanni er lagið. Ein þeirra
var um hið nýja leiðarsund yfir Suesseiðið og brautargöngin
undir Calaissundinu. Hann kvað ekkert einsærra, ennaðBretarættu
að vinna með Frökkum að leiðarsundinu og leggja þar fje
til, sem um semdist, og annars i öllu gera vináttusambandið
við þá sem traustast. j>ar sem hann talaði um brautargöngin,
dró hann sundur í háði ugg þeirra manna og tortryggni, sem
dreymdi um franska fylkingarstrauma um göngin til að leggja
England undir Frakkland. Hann mintist á upphaf gufusigling-
anna, og sagði að 1814 hefðu verið uppi svo forsjálir ráðvitr-
ir.gar, sem hefðu andæft á móti hvað þeir gátu, að þær yrðu
teknar upp á Englandi. þeim mönnum hefði sumsje dottið
þegar í ’nug, að gufan gæti komið frönskum óvinum yfir sundið
á IV2 stundu.
Um brautargöngin sjálf fara álit manna enn í gagnstæðar
áttir. Nefnd var sett til að rannsaka málið. I henni lOmenn,
og forseti hennar Landsdowne lávarður. Hann var sjálfur
málinu meðmæltur, en álit hans var fellt með 6 atkvæðum móti 4.
Svo fór og fyrir fieiri álitum. Sagt var, að þau skyldu lögð
fram á næsta þingi, og má vera, að „Skirnir“ eigi að ári að
segja ef betri afdrifum þessa máls.
Af slysum eða slysförum, sem verða jafnast margar í sigl-
inga- og járnbrautalöndunum, segjum vjer í þetta skipti af
tveimur frá Skotlandi. Annað þeirra járnbrautarslys (nóttina á
milli 14. og 15. maí). Vagnalest frá Glasgow fór skyndihraða
(11—12 danskur mílur á stundinni) og mætti annari með þung-
an flutning, eða rakst á hana skammt frá Lockerbystöðinni
áður enn hún var á rjettar brautaspangir komin. Hjer fengu
7 menn bana, en 20 lemstruðust, flestir stórlega Hitt slysið
henti í Glasgow 3. júli, er járnskip hljóp af stokkum út á Clyde.
Hjer var fjöldi fólks uppiá þiljum, er skipinu varhleyptfram, og olli
þaðmeðfram, aðþaðstóðstekkislingrið, er áflot varkomið, en lagð-
ist út af og sökk. Annars voru það álit rannsóknarnefndarinnar, að