Skírnir - 01.01.1884, Page 46
48
ENGLAND.
um áttrætt. — 19. nóvember dó William Siemens, barón,
einn af hugvitsmönnum og „Völundum11 Englendinga. Hann
var þýzkur, og fæddur á |>ýzkalandi, hinn yngsti af 4 bræðrum.
þeir lögðu allir stund á hugvitsmentina, en tveir af þeim
sköruðu mest fram úr. William hefur fundið margar gagnvjel-
ar, einkum þær sem voru til sparnaðar eldsneytis í verksmiðj-
um, eða lutu að rafmagnsneyzlu, veiting lopts og súgs (ef
svo mætti að orði komast) og fl. af því kyni.
Frakkland.
Efniságrip: Napóleon keisarafrændi Og Orleansprinsar. —Um ein-
angursstöð Frakklands í Evrópu. — Fralckar í Afríku. — Ofriðurinn á
Madagaskar. — Hernaður Frakka í Anam tTongking). — pingsaga. — Af
frekjuflokkum og óspektum. — Apturfarir í iðnaði og verzlun. — Hátíð-
arhöld og minnisvarðar. — ímugustur Frakka á pjóðverjum; Alfons Spán-
arkonungur kemur til Parisar frá jþýzkalandi. — Af Orleansprinsum
(Greifanum af Paris). — Mannalát.
þegar Gambettu missti við á Frakklandi, var sem akkeris-
festi væri brostin fyrir stafni, menn lfenndu reks um tíma, og
mörgum þótti ósýnt hvar lenda mundi. Meðan Gambetta lifði,
þótti þjóðinni ekki uggvænt um ráð Frakklands, svo mikið traust
bar hún til þessa manns. Hún treysti því, að hann mundi alltjend
geta bætt úr skák, þó mörgum yrði á til óleiks, bæði í stjórninni
og á þinginu. Óvinum þjóðveldisins þótti líka mikilli skorðu
á burt kippt, er hann var horfinn, og ætluðu, að nú mundi
lítið ráðum sínum til fyrirstöðu. Duclerc, hinn fjörgamli stjórn-
arforseti var lasburða, og ráðunautar hans eigi samþykkir sín
á milli. Nú skyldi tekið til óspilltra málanna. Jerome Napó-
leon (keisarafrændi) reið á vaðið. Hann samdi ávarp til
þjóðarinnar, birti það i blaði og ljet festa það upp á strætum
(15. janúar). Hjer tjáði hann fyrir henni — á Napóleons
visu —, hvernig allt væri á ringulreið komið á Frakklandi: