Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 50
2
FRAKKLAND.
laga frá 1884, og taka forustu af þeim prinsum, sem hana
hefðu í her Frakka, en bera upp þau nýmæli á þinginu, sem
heptu allar auglýsingar eða uppkvaðningar til óróa og frið-
spella. Enn fremur tjáði hann um leið, hvað stjórninni væri
einráðið um nýjar lagabætur og meðferð á aðalmálum ríkisins.
Skömmu síðar staðfesti Grévy þann úrskurð, að þrír af Orle-
ansprinsum, hertogarnir (,,af“) Aumale, Alencon og Chartres,
skyldu víkja úr þeirri forustustöð í hernum, sem þeir hefðu
hlotið. Sem í vændir mátti vita, gerðist af þessu mikill þytur
í blöðum Orleaninga.
það er viðkvæði margra blaðanna í Evrópu — já sumra
á Frakklandi sjálfu —, að þetta ríki sje nú mjög dottið úr
sögunni, að stjórnendur þess hafi, einkum á þjóðveldisárunum
síðustu, komið því í meiri einangur enn nokkurn tíma hafi fyr
átt sjer stað, og að það beri nú stórveldisnafnið sjer til lítilla
sæmda. Franskur rithöfundur, Gabriel Charmes að nafni, ritaði
um það efni góða grein í haust eð var i ritið Bevue des deux
Mondes,1) þar sem hann segir, að þetta hafi átt sjer langan
aðdraganda, jafnvel frá dögum Loðvíks 15. Hann minnist á
fall hins síðara keisaradæmis, og segir litlar líkur til, að Frakk-
land beri þess nokkurn tima bætur, sern það hafi hlotið af
vanhyggju og ógiptu Napóleons þriðja. Striðið 1870—71 hefði
aldri komið, ef stjórn Frakka hefði slegið þann varnagla, að
hindra styrjöldina 1866, eða ef hún hefði ekki verið svo grunn-
hyggin að hjálpa í nafni þjóðernisrjettarins Bismarck til að
sameina allt þýzkaland. |>ar sem hann kemur til þjóðveldisins
(siðasta), þykir honum sízt neitt til batnaðar hafa borið. Hann
segir, að stjórnvitringarnir hafi gefið svo mikinn gaum að
þrætuatriðum þingflokkanna, að því er heimamálin snerti, að
þeim hafi sljófgazt sjónir á útlendum málum, á horfi og högum
’) pess ber .að geta, að þó þetta ágætisrit sje þjóðveldinu ekki með-
mælt, og komi þar við kaunin, þegar á þykir verða fyrir þess
forustumönnum, eða ef slöku er slegið við gagnvart frekjuflokkunum,
þá efast menn ekki um drengslcap og föðurlandsást þeirra manna —
Victors Chérbuliez, Charles Mazade, og fl. — sem í það rita.