Skírnir - 01.01.1884, Page 51
FRAKKLAND.
53
útlendra þjóða. f>að sje munurinn á þeim og stjórnmálaskörung-
um Englendinga, að hinir síðarnefndu hafi optast nær ferðazt í
öðrum löndum og álfum, og fræzt þar um ástand og hagi
þjóðanna, um ráð þeirra, kappsmuni og orku. það sje þjóð-
argalli á samskonar mönnum á Frakklandi, að þeir hirði of
litið um slíka fræzlu. Síðasta glappaskot þeirra hafi verið, er
þeir skildust við Englendinga á Egiptalandi, og slitu það banda-
lag — höfnuðu því að minnsta kosti — sem var þeim hið
hagfelldasta og samboðnasta í öllum greinum. þetta hafi orð-
ið innsiglið á einangurstöð Frakklands eða einstæðingskap.
þetta hafi líka haft í för með sjer þríþættingssambandið með
þýzkalandi, Austurríki og Italíu. Með svo felldu móti hafi
Frakkar unnið að þvi sjálfir, sem Bismarck var mest i mun, að
gera Frakkland aflvana gagnvart ríkjunum á meginlandinu, eða
þar ómæt ómaga orðin, er það lagði til vandamála vorrar álfu.
Menn mættu ekki halda, að Bismarck vildi amast við þjóðveld-
ið á Frakklandi, því færi fjarri. Hitt kæmi sönnu nær, að
hann vildi hljfnna að því sem bezt, og hið sama vildu banda-
menn hans. þeim væri einmitt vel við þjóðveldið, því þeir
treystu því, að forstöðumenn þess mundu lengstum eiga í svo
miklu að vasast innanlands, að þeir ættu bágt með að koma
sjer við, eða þeim yrði mislagðar hendur um afskipti utanríkis.
Charmes segist ekki geta gleymt þeim orðum, sem hann hefði
heyrt sumurn fara um munn í Austurríki: „þríþætta samband-
ið er einmitt stofnað í því skyni að halda uppi þjóðveldisríki
á Frakklandi. það er áþekkt þvi þriggja rikja sambandi á 18.
öld til að halda uppi deilunum og sundrunginni á Póllandi.“ 1
siðara hluta greinarinnar leiðir hann fyrir sjónir, hver áhrif
flokkafrekjan á Frakklandi hafi haft á forlög frelsisins i Evrópu.
Öllum standi stuggur af þeim óstjórnarflokkum, og því sje þær
hömlur lagðar á þegnfrelsi og þingstjórn, sem sjá megi, hjá
stórveldunum á meginlandinu. Gættu menn hófs á Frakklandi,
kynni það að hafa betri áhrif á stjórnarfarið í öðrum löndum,
en yxi flokkafrekjan, kæmi það Frakklandi í stórvanda og hættu.
Að niðurlagi bendir hann á, hversu ótrútt sje um hið nýja
samband, og hve mart geti orðið þvi til rofa, sem mörg mái