Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 52
54
FRAKKLAND.
horfi, og svo margar þjóðir, sem verði við skerðan hlut að
sitja. Menn megi því og annara orsaka vegna búast við styrj-
öld áður enn þessari öld lúki. Frökkum sje því bezt að hafa
á sjer sem mestan andvara, andvara hófs og hygginda. —
Victor Cherbuliez hafði ritað áður grein i sama rit um sam-
band stórveldanna, sem fyr eru nefnd, og var þar likt á tekið.
Hann sagði, að hug þeirra til Frakka mætti tjá í þeim orðum:
„Eins og þið eruð nú, má vel við ykkur sæma, þvi þið getið
ekki gert öðrum neitt mein, en undir eins og ykkur kemur í
hug að færa ykkur upp á skaptið, þá verðið þið að ábyrgjast
ykkur sjálfa, því við höfum þá öll ráð til reiðu.“ Svo mundi
helzt mælt af huga Bismarcks. þar sem Cherbuliez talar um Itali,
bendir hann á, að þeir minnist þess að vísu ekki þakklátlega,
sem þeir eigi Frökkum upp að inna, „samvizka þeirra sje lítt
gruggug frá fyrri tímum“, sem ítalskur maður hefði komizt að
orði, en þeir sjá sjer hitt alls ekki til hags horfa — heldur
hins gagnstæða —, ef Frakkland ræki að falli. Báðum rithöf-
undunum kemur saman um, að hin tíðu ráðherraskipti geri
stjórnarfarið á Frakklandi, sem i öðrum löndum, næsta hvikult,
en sjerílagi ruglist reikningarnir i utanrikismálunum. þeir
bera auðsjáaniega ekki mikið traust til þjóðveldisins, en þeir
örvænta ekki um ókominn tima, og ætla jafnvel, að það geti
öðlazt heilhugaða vináttu og virðingu af hálfu annara þjóða, ef
það kemur málum sínum í fast, forsjállegt og virðingarvert
horf. Vjer höfum því hermt álit þeirra, að þau bæði fara i
sömu átt og álit margra manna á Frakldandi og annarstaðar,
sem unna þjóðveldinu góðs gengis, og munu hafa hæft hið
sanna í mörgum greinum. Hins vegar verður því ekki mót-
mælt, að þeir festa hug sinn undir niðri við annað, og að
þeirra hyggju, traustara fyrirkomulag á stjórn Frakklands, og
láta meiri beyg í ljósi, enn hinir sem standa í forvígi fyrir
þjóðveldinu, og treysta forlögum þess og giptu. þessir menn
brosa nú i kampinn, þegar þeir heyra um einangurinn talað,
eða sumum stökkva æðruorð af munni. það ber ekki svo
sjaldan við, að Bismarck lætur þvi skotið inn i blað sitt,
Norddeuische allgem. Zeitung, sem þjóðverjar kalla mælt til við-