Skírnir - 01.01.1884, Side 53
FRAKKLAND.
55
vörunar, en Frakkar sjer til skaprauna og niðrunar. Sumir
segja, að Frökkum sje sjálfum um að kenna, og þeir hafi þá
komið Bismarck upp á þessa dælsku, er Freycinet stóð fyrir
stjórninni, því hann hafi ekki að eins lagt sig i lima til að
þóknast kanselleranum þjóðverska, en 'hafi beinlínis sagt, að
þjóðveldið ætti þar bezta hlífiskjöld, sem þvzkakind væri.
Blöð Gambettinga og þeirra, sem nú sitja við stjórn1 á Frakk-
landi, svara ávallt áminningum og ýfingum Bismarcks djarft og
einarðlega. Berlínarblaðið, sem hjer var nefnt, ljet i fyrra vor
Frakka vita, að þeir yrðu að vara sig á að breyta stjórn sinni,
eða koma upp aptur einvelciisriki á Frakklandi, þvi slikt yrði
beinast til friðrofa í Evrópu. Hjer urðu þjóðveldisblöðin, t. d.
Temps (fylgisblað Ferrys) og République fran;aise (Gambettinga)
svo þung í svörum, að þjóðverja furðaði á þeirri dirfsku.
Blað Ferrys kvað furðu gegna, hve öfugt og klunnalega kan-
sellíblað þjóðverja hefði farið í þetta mál. það ljeti sem stór-
veldunum á meginlandinu (þ. e. að skilja Bismarck) þætti
mikið undir að styðja þjóðvalddsstjórnina á Frakklandi á móti
konungasinnum og þeim, er þar lcrefðust rikiserfða, en það
mætti þó vita, að ekkert yrði henni skjótara að falli, en ef
hún guggnaði og ljeti sjer hugfallast við hver hótunaryrðin frá
Berlin. það væri mikil einfeldni að halda, að Frakkar þyrðu
ekki annað enn spyrja þjóðverja að, hvað þeir mættu hafast
að heima hjá sjer; og svo frv. Hitt blaðið svaraði bæði nap-
urlega og djarflega Bismarck hefði rjett að mæla, það væri
mál komið að halda frið í Norðurálfunni. Hann þyrfti ekki
lengur á striðum að halda, þau hefðu veitt honum allt, sem
hann vildi yfir komast. Menn ættu líka að unna honum góðra
náða, svo liðaveikur sem kempan væri orðin, og þá eigi síður
keisara hans, svo háöldruðum manni. En því væri hann
þá að skaprauna Frökkum? En það gerði hann þá, þegar
hann væri að flytja mál þjóðveldisins við rikin á meginlandinu,
og biðja þau að vera góð við það, svo að ófriðarmóðurinn sefað-
ist hjá enni frakknesku þjóð. þietta ættu allir frakkneskir menn
bágt að þola, hvort sem þeir sinntu þjóðveldi eða konungsriki.
Að niðurlagi þetta : „Vjer lofum hvorki nje löstum stjórnarskipanir