Skírnir - 01.01.1884, Síða 55
FRAKKLAND.
57
mörg ár, og tilkostnaði 500 eða 600 millíóna (króna), sje það
langt um ísjárðverðara, enn Lesseps hafi hugsazt. Hann
segir, að eyðimörkin (að flatarmáli á við Bandarildn í Norður-
ameríku) sje heiminum þarfari enn margur ætli. Hún sje í
raun rjettri forðabúr hita fyrir vora álfu og allan vesturhluta
Asíu. Ur sandi hennar leggi hitastrauma, álíka og af Golf-
strauminum yfir Evrópu, en þeir straumar hljóti að teppast með
öllu, ef hún kemst undir vatn. Annað gagn, sem hún geri,
sje það, að hún sogi í sig banvæn loptefni, sem leggi af
sumum löndunum fyrir sunnan, en þau flytjist norður á bóginn,
ef hún hverfi.
J>að hefir farið á Madagaskar sem víðar i byggðalöndum
heiðingja, að það hafa verið kristniboðar, sem hafa átt við þá
mök ífyrstu, sýntþeimágæti ogyfirburðimenntaþjóðanna,ruðtbraut
fyrir samkeypi við þá og verzlun, siðan bólfestu kristinna manna,
samningum við þá, og síðast að jafnaði yfirráðum þeirra, þegar
til lengdar ljek. A Madagaskar má kalla, að farið hafi í
kappvinu fyrir kristna trú með kaþólskum (KristSmúnkum) og
prótestantiskum kristniboðum, og með þvi konungar „Hóva“-
kynsins eru mestu alræðishöfðingjar á Asíuvísu, eða eiga bæði
land og lýð, þá kafa hvorutveggju lagt sig mjög fram að kom-
ast i fyrirrúmið við hirð þeirra. Prótestantar, þ. e. að skilja,
Englendingar, urðu hjer hlutskarpari, og það var þeirra trú,
sem Ranavaló önnur tók, drottningin sem dó i fyrra sumar
(13. júli). Sú drottning, sem nú er sezt að völdum, Ranavaló
þriðja, hefir og lært kristin fræði af enskum kristniboða.
þessir menn hafa og átt mikinn þátt í stofnun barnaskóla og
skólakennslu, og skilaði því vel áleiðis á þeim 15 árum, sem
Ranavaló önnur sat við stjórnina. Svo er talið, að 140,000'
barna sæktu nám í kristnum skólum, þpgar hún fjell frá.1)
') Að eyjarskeggjar sje nokkuð blandnir í trúnni, má nærri geta, þó
kristnir kallist, þar sem þeir beiddust skirnar þúsundum samnn,
þegar drottning þeirra tók trúna. Rammheiðnir um morguhinn,
kristnir að kveldi. J>eir trúa enn sem fyr á allslconar hindurvitni,
og hafa svo marga helga dóma af kynlegasta tagi, að þeir græða