Skírnir - 01.01.1884, Side 56
58
FRAKKLAND.
J>að hefir verið sagt um kristna menn, að þeir komi til heið-
ingja með biflíuna fyrst, en síðan, eða hjerumbil í sama flóðinu,
með varning sinn og vopn. Eyjarskeggjum fór sem fleirum,
þeir lærðu fyr vopnaburð eða vopnaneyzlu kristinna manna,
enn fræði þeirra í trúarefnum. Hóvar munu vera Malayjakyns,
og eru allhraustir og herskáir, enda hafa enir siðari höfðingjar
þeirra kostað kapps um að efla hernám þeirra og hermennsku,
og viljað neyta afla síns til að leggja þá parta eylandsins undir
sig, sem aðrir kynflokkar byggja, t. d. Sakalafar (Sekelafar?)
í vestur og norðurpartinum. En það er hjer, að Frakkar hafa
helgað sjer land og heitið Sakalöfum vernd sinni og forsjá,
sem getið er um í fyrra i þessu riti. Drottningin var vön að
leita helzt ráða hjá enskum mönnum, sem voru í höfuðborg
hennar (Antanarívó), eða höfðu þar yms umboð, og var slíks
sízt synjað, og má ætla, að þeir hafi ekki latt hana stórræð-
anna. „Skírnir11 gat líka i fyrra sendiboða hennar, sem fóru
til Parísar og Lundúna, og munu hafa farið erindisleysu. I
maimánuði skutu herskip Frakka á þann hafnarbæ á vestur-
ströndinni, sem Majúnka heitir, og stökktu þaðan Hóvasveitum.
Drottningin ljet það nú koma á móti, að hún vísaði á burt
öllum frönskum mönnum frá höfuðborg sinni, en ljet þeim
ekki annað mein gera. Hitt birti hún um leið, að allt eylandið
væri sin eign og engra annara, og svo vildi hún rjetti sínum
fram halda. Flotadeild Frakka hjelt nú austur fyrir landið, og
inn á höfn borgarinnar Tamatave. J>ar var kastali til varnar,
og í honum lið drottningarinnar. Flotaforingi Frakka hjet
Pierre, aðmíráll, og ljet hann þá skothríð dynja yfir bæinn og
kastalann, að kastalaliðið mátti ekki við haldast, en mikill
partur bæjarins brann til ösku. Margir enskir menn áttu hjer
ekkert á kaþólskum mönnum í því efni. Einnig fremja þeir galdra
og særingar, og hafa þær sjerilagi við krókódila og önnur skaðvæn
kvikindi. I fyrri daga var það haft sökuðum mönnum til skírslu,
að kasta þeim út í ár fyrir krókódíla, en menn tautuðu eitthvað
fyrst til krókódílsins, og lijetu á vitsmuni hans og rjettsýni, að
hlifa þeim sem saklaus væri.