Skírnir - 01.01.1884, Síða 57
FRAKKLAND.
59
bólfestu, meðal þeirra kristniboði, sem Shaw heitir. Aðmírállinn
grunaði hann um leyndarmök við Hóvaliðið, og ljet því taka
hann höndum. það var t. d. um hann sagt, að hann hefði
veitt tveimur njósnarmönnum frá Hóvasveitunum gistingu, eptir
að þær voru stokknar á burt úr kastalanum. Shaw þótti miðl-
ungi vel með sig farið á herskipi foringjans, og lýsti því í
langri raunatölu síðar, er hann var kominn heim til Englands.
Tvö ensk herskip lágu inni á höfninni er Frakkar komu, og
það var með mestu tregðu, að foringi annars skipsins, John-
stone að nafni, varð við áskorun Pierres, að leggja skipi sínu
utar, eða aptur fyrir skiparöð Frakka. það var sagt, að enski
foringinn hafi átt bágt með að stilla sig, og skerast ekki í
leikinn. Hitt mun rjett, að þær fregnir komu frá honum til
stjórnarinnar á Englandi um atferli Frakka, sem gerðu mörgum
bimbult, en bárust síðar aptur. það virðist, sem Frakkar hafi
viðurkennt, að þeir hafi leikið Shaw ver enn hann átti skilið,
því stjórn þeirra bætti honum harðhnjaskið með 18,000 króna.
Frakkar settu lið í lcastalann, og vjer vitum ekki betur, enn
það sæti þar í utgöngu ársins. Af vopnaviðskiptum hafa eigi
síðan neinar sögur farið, en sagt, að Hóvaliðið hafi leitað
stöðva fjarri ströndum. Aður enn Frakkar skutu á Tamatave,
kröfðust þeir alls þess rjettar á norður og vesturparti eylandsins,
sem þeir kölluðust eiga, og herkostnaðargjalds að auki. Einnig
skyldi þeim heimilt, að kaupa þar landeign til bólfestu á
Maðagaskar, sem þeir vildu kjósa. Hvort þeir hafa fært upp
kröfur sínar síðar, sem fleygt hefir verið i blaðasögum, og
heimtað sama forræði hjá Hóvum og hjá Sakalöfum, það get-
um vjer ekki fullyrt, en hinu mun trúandi, að stjórn hinnar
nýju drottningar hafi slegið undan, og vikizt betur við kvöðum
Frakka.
Frakkar hafa árið sem leið átt — og eiga enn — i allstríðum
ófriði við Anamsbúa út af samningarofum þeirra, er þeir gengu
á þann sáttmála — sjalfsagt að undirlagi Sínlendinga — sem
Tú Dúk Anamskonungur gerði við þá 1874. þegar Frakkar
höfðu eignazt Kokinkína, suðurpart Anams (1862), og höfðu
reynt, að það fljót. — Mehong — sem kemur frá Thibet, og