Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 60
62
FRAKKLAND.
undir tii endurvakningar ófriðarins, en svartfánaliðið jókst meir
að norðan. Herskip Frakka iögðust fyrir Rauðárminni, og
fyrir'þeim sá maður, sem Riviere hjet. Hann rjezt upp eptir
ánni með ’ítinn fiokk manna, og vann kastalann í Hanoi með
liðveizlu þeirra, sem fyrir voru i borginni, eptir skammvinna vörn
af hinna hálfu. þetta var fyrir þremur árum, og síðan hafa
ófriðarviðskiptin haldizt. Riviére átti opt að reka árásarlið
svarta fánans af höndum sjer, en gerði stundum úthlaup úr
kastalanum og veitti því eptirför. Hann beiddist opt meira liðs
að sunnan frá Kokinkína, en liðsendingarnar drógust eða biðu
herauka frá Frakklandi. það var siðasta úthlaup hans, er
hann gerði í fyrra vor í apríl, fáliðaður sem optar, en hinir
lágu fyrir honum i leyni með mikinn afla. Hann komst lijer
i herkví og leitaði þá aptur inn til kastalans. Hann missti
eina fallbissu á undanhaldinu, en fjell í þeirri hríð, er hann
náði henni aptur. Hann bað menn sína skunda undan, og
láta sig liggja þar sem hann var kominn. Einn af kapteinum
hans, Jacquin að nafni, viidi ekki við hann skilja, en Riviére
bað hann ekki gera annað enn hleypa kúlu gegnum höfuðið á
sjer, að hann kæmist eigi lifandi í hendur svo ómildra fjanda.
það gerði lcapteinninn, en hnje niður rjett á eptir mörgum
skotum lostinn. Auk þeirra fengu þar 29 menn bana, en 7
fyrirliðar urðu sárir, og með þeim 44 annara hermanna. þetta
þóttu ill tiðindi á Frakklandi, og stjórnin vatt sem bráðastan bug að
liðsendingum til Anams, og snemma í júní höfðu þeir i Tong-
king rúmar 5000 manna. f>eir ljetu Anamskonung vita, að hon-
um skyldi eigi iátið hlýða sáttmalarofin, og settu honum frest
til að kveðja lið sitt frá Tongking og stilla þar til friðar, ella
mætti hann búast við atförum og heimsókn þeirra í höfuðborg
sinni. Frakkar höfðu þann kastalabæ við Rauðá á sínu valdi,
sem Nam Dinh heitir, og gerðu þa ðan úthlaup 19. júli. þá
að minnsta kosti í þann svipinn liafi búizt við enn verra af til-
hlutan þeirra, og lcosið heldur að eiga mál sxn og ríkis sfns undir
Fröklcum enn undir verndarvæng Sínlan dskeisara, þó honum snerist
hugur sfðar við fortölur mandarína sinna.