Skírnir - 01.01.1884, Síða 63
FRAKKLAND.
65
viðaukagrein, en stórtiðindi verður næsti „Skirnir“ að segja.
Af þvi sem að framan er sagt af annriki stjórnarinnar við
nýlendumál Frakka í öðrum álfum má nærri fara, að þau hafi
vakið tíðar og langar umræður á þinginu, og tekið
þar — næst þrefinu framan af um prinsana — lengstan tima.
þinginu var slitið í lok júlímánaðar, og af þeim nýmælum, sem
ollu mestri streitu og þrái með þingdeildunum, var lagaboðið
um endurskipan dómanna á Frakklandi. það eru lög hjá
Frökkum sem fleirum, að dómendum megi ekki visa frá em-
bætti nema fyrir saknæmar ávirðingar. þetta skyldi nú úr lög-
um numið um þriggja mánaða tíma, og innan hans útgöngu
skyldi dómsmálaráðherrann skipta þar um dómendur, sem hon-
um þætti þörf til bera. þeir sem frá yrðu kvaddir, skyldu
njóta eptirlauna, samkvæmt nánari ákvörðunum lagaboðsins.
Oldungadeildin var lengi örðug i þessu máli, þvi mörgum þótti
það mjög ísjárvert til eptirdæmis síðar, að veita ráðherrunum
svo mikla heimild, því til hennar mundi tekið optar, ef þeim
þætti þann veg horfa i þarfir rikisins. Jules Simon, sem stóð
fastast i móti nýmælunum, tók það helzt fram, að dómendurnir
yrðu nú fremur stjórninni háðir enn lögunum, og slíkt væri sízt
fallið til að koma þjóðveldinu á trausta undirstöðu. Stjórnin
dró engan dul á, að þessi dómahreinsun skyldi gera dómend-
urna á Frakklandi þjóðveldinu betur sinnandi, en fyr hefði átt
sjer stað. Mönnum var líka vel kunnugt, að forsetarnir í 16
yfirdómum (af 27) voru allir af hægrimanna og einveldissinna
liði. Mun hreinni þóttu undirdómarnir vera, en þeir eru 375
að tölu á Frakklandi. Nokkuð á þriðja hundrað dómenda
voru kvaddir úr dómsætum. — Frakkar gengu aptur á þing 23.
október, og var þá sjerílagi ræðt um fjárlögin fyrir næsta ár,
og um Tongkinmálið og framlögujnar til sólcnarinnar þar eystra.
Hinir frekari i vinstra fylkingararm þingsins gerðu , þá margar
atreiðir — stundum með atfylgi keisaravina — að Jules Ferry
og hans ráðaneyti, en biðu hvern ósigurinn á fætur öðrum.
þegar Ferry tók við forustu stjórnarinnar, ætlaði hann, að sjer
mundi takast að temja frekjugarpana, og halda svo öllu þjóð-
veldisliðinu saman i öllum aðalmálum. Hann sá sjer skjótt þá
5