Skírnir - 01.01.1884, Side 66
68
FRAKKLAND.
daginn (14. júli) í Roubaix, er þeir vildu brjótast inn í ráðhús
bæjarins um kveldið, er sem flest fólk var úti á strætum að
horfa á uppljómun þeirra og annað hátíðarskrúð borgarinnar.
Hjer sló í harða viðureign með þeim og löggæzluliðinu og
þeim hersveitum, sem þegar voru til kvaddar, og fengu hjer
margir áverka af hvorumtveggju, áður þær róstur urðu niður
bældar og forsprakkarnir höndlaðir. Nú mátti kalla kyrrt lengi,
en á alþjóðafundi verknaðar og iðnaðarmanna í París (í
október) töluðu enir frönsku menn svo geyst, sem þeir eiga
vanda til, og á er vikið að framan í hinum almenna kafla frjett-
anna. 6. desembermánaðar birtu nokkrir menn bituryrta
áskorun til verkmannalýðsins i einu frekjublaðinu, og minntu
þar á komu vetrarins „með kuldanum og sultinum.11 Stjórnin
hefði lofað þeim betri tilskipunum til hagsbóta, en hefði að eins
gabbað þá sem að vanda1), og haft ekki hugann á öðru enn
ófriði í öðrum álfum, að gróðapúkarnir gætu rakað gulli saman.
Auðmennirnir, keisaravinir og hinir svívirðilegu Orleaningar
væru allir í bandalagi móti fólkinu, og því væri meir enn mál
komið að reisa rönd við óhæfunrri og ofbeldinu. Að niðurlagi
skoruðu þeir á borgarlýðinn að koma til móts á torginu við
kaupmannasamkunduna daginn á eptir. þegar fólkið tók að
streyma þangað, var þar fyrir löggæzlulið og riddarasveitir, og
stökktu þær flokkunum á dreif, en sex af þeim tóif voru hand-
teknir, sem sett höfðu nöfn sín undir ávarpið, en hinir siðar.
Einn af þeim lýðforingjum var piltur 17 ára gamali, og hann
hafði samið ávarpsgreinina. Slikt má bráðþorska menn kalla,
en þá þegar hafði hann stýrt einni deild sósíalista og orðið
fyrir þá sök að vikja frá forstöðunni, að hann rjeð fjelögum
sínum til að ráðast á bankahöllina í París, og verja peningum
J) í þessu er nokkuð hæft, þvi ráðherra innanríkismálanna, Waldeck-
Rousseau, ráðgaðist lengi við borgarstjórnina í París um það, hvað
gera skyldi til að ljetta neyð af verknaðarstjettinni. Talað var um
litbýting peninga og um nýja bústaði, en að því oss er kunnugt,
heíir ekkert úr neinu orðið.