Skírnir - 01.01.1884, Side 67
FRAKKLAND.
69
fjelagsins til tundurkaupa. Heima hjá honum fannst líka bæði
fosfór og tundur.
Skynberandi menn, Léon Say (sjá „Skírni“ í fyrra 67—68.
bls.), Maurice Block, Leroy-Beaulieu og fl. hafa sýnt fram á
apturfarir í iðnaði og verzlun Frakklands síðan 1860, eða einkum
siðan 1870. Leroy-Beaulieu ritaði í fyrra vor grein í „Journal
des IJébatsíl, og sagði þar, að þegar flutningar tepptust frá
París 1870—71, þá hefðu menn í öðrum löndum (t. d. í Vín,
Berlín, Lundúnum, Núrnberg, Mílanó og Bryssel) tekið að stæla
eptir sniði Frakka í mörgum iðnaðargreinum, og búa til eða
smíða þá muni og gripi, sem fiuttust áður frá Paris til annara
landa. Iðnaðarmenn og kaupmenn fóru í fyrra vetur með
ávarp og skýrslu til Grévys forseta, og var þar munurinn sýnd-
ur á fyrri og umlíðandi tímum. 1860 var flutt út frá Frakk-
landi fyrir 2277 millíónir franka, en flutt inn fyrir 1897 mill.
Hlutfallið var svo gagnhverft 1882, að útflutningarnir námu
þá 2196 millíónum, en innflutningarnir 3596. A siðustu
tíu árum hafði verið flutt til Frakklands af matvörum
fyrir 800 millíónir yfir það, sem út var flutt, og af víni
fyrir 300 millíónir, en hinn síðasti áhalli hafði orsakazt af
spilling vínberjanna.1) 1874 var flutt frá París af fatnaðar- og
skraut-varningi fyiir 159'/2 millíón, en 1882 fyrir 831;*. A-
þekk rýrnun hafði á sama tíma átt sjer stað, að því er skipti
smámuna smiði, gler, speigla, húsgögn, vagna, vopn, sápur,
ilmandi muni og fl. Skýrslan greindi þó uppgang í sumu, t.
d. ullar- og baðmullar-varningi, ólituðu og óofnu silki, auk fl.
I einni ræðu sinni i öldungadeildinni sagði Léon Say, að
Frakkar ættu að sækja fast og einarðlega i nýlendustefnuna og
færa út verkahring sinn fyrir utan endimerki Frakklands, því
það yrði fjárhag þess og atvinnuhögum beinast til bóta og
uppgangs.
20. júní var hátíð haldin í Versölum i hundrað ára minn-
ing þess, að fulltrúar borgarastjettarinnar gengu þann dag
L J>að kvikindi er kallað «phylloxera», sem hefir spillt vínberjum i
Frakklandi á seinni árum.