Skírnir - 01.01.1884, Síða 69
FRAKKLAND.
71
J>eir hverfa báðir baki við Paris, en þriðja myndin mænir þang-
að. f>að er kvenmaður, mögur orðin og vesælleg, og táknar
skort og neyð borgarinnar.
Árin næstu eptir ófriðinn 1870—71 var heldur lítið um at-
vinnuleitir eða bólfestufarir þjóðverja til Frakklands, og þeir
sem þangað komu, ljetu ekki mikið á sjer bera og forðuðust
allt sem gat ýft Frakka. Nú þykir Frökkum og hefir þótt á
seinni árum, að þeir geri sig heldur heimakomna á Frakklandi, og
skirrist lítt að gera þeim skapraunir, t. d. kirja þar hersöngv-
ana frá 1870 („Die Wacht an Rhein“ og fl.), sem franskir
menn eru fyrir, í ölstofum eða kaífesölum. Plinu lcunna þeir þó
verst, að svo margir þjóðverjar ná atvinnu við iðnir og verzlun
í París og öðrum frönskum borgum, og taka svo „brauðið frá
börnum landsins11. það blað, sem „Le Drapeauu heitir —
ritstjóri þess ágætt og alþýðlegt skáld, Paul Deruléde að nafni,
— hefir lengi glætt þjóðrækni fólksins, en minnist opt svo á
þjóðverjann, að því verður ekki betur við hann á eptir enn
áður.1) Annað blað heitir „L'Anti-Prussien“ (Prússaíjandinn),
og vill bera nafn með rentu. það hefir komið mönnum í fje-
iag, sem nefnist „Ligue Nationale11 (þjóðvinafjelag), og hefir sett
sjer það mið, að bola þjóðverjum frá atvinnu á Frakklandi, og
halda henni undir franska menn. Fjórða greinin í boðum þess
segir, að menn eigi „að koma þeim út úr landinu, sem þykjast
ekki hafa rænt það til hlítar 1870.“ Höfuðíjelagið er i París,
en deildir þess i hverju fylki. Nærri má geta, að slíkt bæti
ekki þelið til Frakka hinumegin Rinar, og af þvi má sjá, að
ymsir eiga hjer högg i annars garð, þegar Frakkar styggjast
við það sem fram er borið í þýzkum blöðum. Stundum verð-
ur lika illa á fyrir Frökkum, þar sem þeir ættu að sitja á sjer.
Svo fór i haust eð var, þegar Alfons Spánarkonungur kom til
Parísar á heimferð sinni frá þýzkalandi (29. sept.). Hann hafði
heimsótt Vilhjálm keisara og verið við hersýningar hans, og
’) Hann hefir líka stofnað það fjelag, sem nefnist ■ IÁgue Patriotique“
(þjóðræknisfjelagið).