Skírnir - 01.01.1884, Page 72
74
FRAKKLAND.
Aurelles de Paladine voru þeir einu af öllum herdeildaforingj-
um Fralcka 1870—71, sem sigurs varð auðið á herdeildum
f>jóðverja (báðum saman við Orleans 9. nóv. 1870). Hann
vann orrustuna við Patay 1. desember 1870 móti v. d. Tann,
en varð daginn á eptir að hörfa undan fyrir ofurefli nýrra
hersveita, sem komu frá höfuðher þjóðverja við París, og berj-
ast í marga daga, hvern af öðrum, við eptirsóknar herinn.
Gambetta fjekk honum forustu fyrir hinum nýja her við Lygru,
og er vörn hans með svo óvönu liði við brugðið, og honum til
mestu frægðar talin. Han barðist móti 180,000 manna í 8
stundir með þriðjungi þess afla 12 janúar 1871 við Le Mans,
áður enn hann hvarf af þeirri vígstöð, og varð aptur þann 15.
s. m. að veita ofureflinu viðnám, og barðist þá i 6 daga sam-
fleytt. I þeirri þrautarorrustu höfðu Frakkar 20,000 fallinna,
særðra og handtekinna manna. Chanzy var i tvö ár sendiboði
Frakklands í Pjetursborg. — 23. janúar andaðist hinn nafntog-
aði uppdráttameistari Frakka, Gustave Dorée (f. 1832 í Stras-
borg). ímyndunarfjör hans var frábært, og eptir hann liggur
ótal uppdrátta, þar á meðal þeirra, sem prýða útgáfur bóka,
og sýna svo persónur, staði og hluti, sem efnið lýtur að eða
bendir til; til þess má nefna „Ferðina um Pyreneafjöll11 (eptir
H. Taine), „Don Quixote“ (eptir Cervantes), „Divina Comedia11
(eptir Dante), „Dæmisögur Lafontaines11, kvæði Tennysons,
Biflíuna, auk fl. — 24. apríl andaðist Jules Sandeau, einn
af enum frægari skáldsagna og leikritahöfundum Frakka. Sögurn-
ar komu flestar fyrst i hálfsmánaðaritið „Bevwe des deux Mondes11.
Jules Sandeau var einn af fjelagsmönnum í „Académie Frangaise11,.
24. maí dó lögfræðingurinn F. dvard Laboulaye 72 ára að
aldri. Hann varð prófessor i lögum við háskólann i París
1849, en hafði 10 árum áður unnið verðlaun fyrir rit, er nefnd-
ist Le Droit de propriété fonciére en Europe depuis ConstantinlL
(Fasteignalög í Evrópu eptir daga Konstantins mikla). Eptir
hann liggja fleiri rit í lagasögu, og saga Bandaríkjanna i Norð-
urameriku. Hann leit ávallt til Bandarikjanna eptir fyrirmynd
í frelsi og framförum, og lýsir þessu í skáldriti, sem heitir
„París i Ameríku.“ — 21. ágúst andaðist Plenri greifi af