Skírnir - 01.01.1884, Síða 73
FBAKKLAND.
75
Chambord, f. í París 29. sept. 1820. Hann var höfuð Bour-
boninga á Fralddandi og hjelt fast á rjettindum sinum gagnvart
Orleaningum. þó til nokkurs samþykkis drægi með þeim fyrir
10 árum, þá ljet hann sjer ekki þoka eitt fet, að því önnur
mál snerti. Hann vildi ekkert þýðast, sem honum þótti bera
menjar og merki byltinganna. Hann vildi skipta aptur um
fánamerki Frakklands, og taka upp aptur „liljufánann11, „merki
Heinreks íjórða og Jungfrúnnar frá Orleans11. Hann var óbif-
anlegur vinur páfans og klerkdómsins. Menn segja, að honum
mundi hafa orðið auðgengið til ríkis 1873, ef hann hefði vik-
izt greiðara við áskorun konungssinna á þjóðarþinginu (280 að
tölu). Hann íjellst á þingbundið konungsvald, en krafðist af
þeim, að sjer einum yrði trúað fyrir að skipa um þá takmörk-
un. Við þetta fórst allt fyrir, bæði þá og síðar 1875. það
mun rjett, sem vinir hans og fleiri segja, að hann hafi verið
vandaður maður í alla staði, en vandlæti hans um merkið og
fleira kölluðu fleiri þrá enn ráðfestu. — 10. desember ‘ dó mál-
fræðingurinn FranfoisLenormant, framúrskarandi og áhuga-
mikill fræðimaður. Fjórtán vetra gamall samdi hann ritgjörð,
sem var prentuð í tímaritinu ,,Beme Archéologique“, og á tvítugs
aldri vann hann verðlaun fyrir visindalega ritgjörð. Hann
ferðaðist víða bæði í Evrópu og Asiu og stóð fyrir eptirgrepti
fornmenja á sumum stöðum, t. d. í Elevsis. Eptir hann liggja
fjöldi ritá og ritgjörða i peninga- og fornmenja-fræði. Hann
varð ekki eldri enn 47 ára, en áreynslan við ritstörf og rann-
sóknir hafði veikt fjör hans og heilsu. — I miðjum desember
dó sagnaritarinn Henri Martin (f. 1810). Hann hefir meðal
fleiri rita samið sögu Frakklands, sem kom á prent 1833—1836,
og var síðar aukin. 1869 þá hann í heiðurslaun 20,000 franka.
Hann var einn af fjelögum vísindaijelagsins franska (Académie
Frangaise11') og átti sæti í öldungadeild þingsins, og hvervetna
mikils metinn.