Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 75
ÍTALÍA.
77
skýrslu af höndum á þinginu um hið nýja bandalag. þeir
skoruðust að vísu undan að greina nákvæmt af öllum einka-
málum, en ljetu heldur drjúglega yfir því sem hjer væri afrekað
fyrir Italíu. þeir tólcu því jafnan fjarri, að hið nýja samband
væri gert móti Frakklandi, en í sömu andránni minntust þeir
á, hve Frakkar hefðu farið illa undir fötin við ítaliu í Túnis,
og valdið þar verzlun þeirra drjúgum hnekki. Báðir gáfu lika
í skyn, að Ítalía mundi ekki halda kyrru fyrir, ef Frakkar vildu
stofna nýtt ríki fyrir handan Miðjarðarhaf. þetta barst í um-
ræðurnar á þinginu i maí og júní, en hvað Itölum hefir unnizt
á til rjettingar á málum sínum í Túnis, vitum vjer ekki. það
er vonanda, að þeim og Frökkum talist svo til um það mál
og fleiri, að hvorumtveggju þyki við mega sæma.1)
Eins og á hefir verið minnzt í undanfarandi árgöngum
þessa rits, hafa Italir mikinn áhuga á kerskipan sinni og land-
vörnum. Sízt vilja þeir vera þar varbúnir, er landamerkin vita
til norðurs. I Mundíufjöllum hafa þeir reist mörg vígi, og
hafa þar að staðaldri hersveitir á verði. þann her kalla þeir
Alpaliðið, og skal í ófriði skipað 25,000 manna. Fjölmennastar
eru varðsveitirnar gagnvart Frakklandi. Af lcastölunum nýju
umhverfis Rómaborg, sem getið er um í fyrra, eru þeir allir —
að því oss minnir 8 — þegar albúnir, sem standa hægra megin Tíf-
urár; í hverjum 12 eða 24 fallbissur. Járndrekinn mikli, Le-
pantó, sem getið er um i „Skirni“ 1881, rann i fyrra vor af
bakkastokkum. Hann er stærsta og rammgerðasta skip í flota
ítala, og líkast til mesta herskip í heimi. Lepantó er á lengd
183 álnir, og á beidd (þar sem breiðast er) 34V4, en um mið-
bik frá kili til borðstokka 23 álnir. Hann tekur 15,000 tunnu-
1) «Skirmr» sagði í fyrra, að hvorutveggju hefði þegar orðið sáttir og
samnaála í Túnis, en hitt mun sönnu nær, að Frakkar hafi haft
góð orð um að vilna svo ítölum i um verzlun og samskipti við
Túnisbúa, að sem hezt mætti fara, en það virðist sem ítalir hafi
firrzt aptur við þá, er þeir tóku svo undir sig fjárráð landsins og
gerðu jarlinn að sinum skuldunaut, sem frá er sagt að framan j
Frakklandsþætti.