Skírnir - 01.01.1884, Page 76
78
ÍTALÍA.
lesta, en hleypi- eða gangvjelarnar með afli 18,000 hesta.
Skothylkin, fjögur að tölu, ógurlega mikil, auk 12 fallbissna
minni. J>egar hann er albúinn og öllu er til kostað, kemur
þetta skip á 24 millíónir franka.
þeir menn hafa í mörg ár skipað ráðaneyti Umbertós
konungs, sem kallast vinstri menn á Italíu, og sumir þeirra
taldir meðal hinna frekari í þeim flokki, en einstöku þeirra
hafa verið þjóðvaldssinnar. Allt um það kemnr þeim öllum
saman um, að halda trúnað við konung og ætt hans, enda hefir
hann reynzt bæði einarður og frjálslyndur, og í alla staði hinn
bezti drengur. Frjettaritari blaðsins Newyork Heralds liafði
tal af konungi í fyrra sumar, og hafði samtal' þeirra síðan til
frásagnar i blaðinu. Konungur hafði talað um Leó páfa með
mestu lotningu, og sagt sjer falla mjög þungt, er eigi vildi
draga til samkomulags með kirkju og riki. Sjer væri friðurinn
af öllu kærastur, og sættir og samþykki við Frakka, sem við
allar þjóðir. Hann talaði um skatta og álögur, sem lægju svo
þungt á þjóðinni, enda væri sjer jafnt um hugað, að gera þær
ljettari og að halda ítaliu í einingartengslum. Hann kvazt því
fráhverfur, að seilast í nýlendur Ítalíu til handa, eða færa út
landamæri hennar, enda fylgdu því nýjar álögur og skuldir.
„Vjer höfum komizt langt áleiðis“, sagði hann, „og þvi er oss
nú hollast að lifa í ró og friði.“ Hann lagði ráðherrum sínum
það til lofs, að þeir væru hreinskilnir menn og traustir, og vott-
aði fögnuð sinn af hollustú og trúnaði þjóðarinnar. þegar um-
ræðurnar bárust til Ameríku, lofaði konungur mjög framtaksemi
manna þar vestra, og minntist á þau hin stórkostlegu fi:amlög,
sem „Newyork Herald“ eða eigandi þess, hefði af höndum innt
til norðursiglinganna og annara erindagerða. Að skilnaði
kvaddi konungur frjettaritarann með handabandi og sagði:
„væri jeg ekki konungur, mundi mig helzt fýsa að ferðast um
önnur lönd eins og frjettaritari.11
ítalir hafa ekki tekið liflátsdóma úr lögum, en þeim
sjaldan sem aldri framfylgt, og koma þá dýflissuvistir í þeirra
stað. En þeim er svo lýst, að sumar eru dauðanum verri.
Passanante (ekki Passavante, sem prentazt hefir í „Skírni“