Skírnir - 01.01.1884, Side 77
ÍTALÍA.
79
1879), sem veittil Umbertó konungi banatilræði 1878, situr {
nálega almyrkum varðhaldsklefa i varðhaldshúsinu á Elbu,
fjötraður járnfesti við steinvegginn, hálfa þriðju alin á lengd.
Fyrstu árin tvö varð hann að liggja endilangur á fletdýnu, og
einusinni hefur fjöturinn verið tekinn af honum, að hann gæti
gengið um gólf klefans. Út fær hann aldri að koma, og enginn
má orð til hans tala. I sömu dýflissu býr annar sakamaður
við Hk kjör, Ciprianó la Gala, fyrrum ræningjaforingi og versti
morðvargur. Hann hefir setið í veggjarfesti síðan 1862. þeir
hafa grimmilega gert til saka, en þeim hefnist líka grimmilega
fyrir.
Stigamennsku kennir nú sjaldan á Italiu eða Sikiley, en
á eyjunni eimir enn eptir af henni. Galeiðuþræll hafði árið sem
leið náð að strjúka úr varðhaldi, og til fylgis við hann rjeðust
þegar nokkrir óhlutvandir piltar. I nóvembermánuði urðu
bófarnir svo happafengir, að þeir náðu á sitt vald einum
stóreignamanni, hertoganum af Castelmonte, en heimtuðu svo i
lausnargjalð 500,000 franka. Hann mun hafa orðið að greiða
peningana, hvernig sem svo síðar hefir farið eða fer um eptir-
leikinn.
Raphael, pentskriptasnillingurinn mikli, er fæddur 28. marz
1483. Afmælisminning hans var haldin i fyrra vor, með mikilli
hátíðardýrð i Rómaborg. I Pantheon, kirkja er svo heitir, er
legstaður meistarans, og þar var brjóstlíkneskja hans afhjúpuð
þann dag, og þangað hjelt fólkið í mikilli og dýrðlegri skrúð-
göngu. Líkneskjan er gerð eptir þeirri, sem finnst í Capitolium.
Hún stendur í skoti einu í veggnum, og var þar að henni
hlaðið svo mörgum blómsveigum, sem fyrir gátu komizt, en
hinir lagðir á legstaðinn (fyrir altari kirkjunnar). A mörgum
stöðum öðrum fóru fram fögur hátíðarhöld, og voru þau
konungur og drottning við þau stödd á tveim stöðum.
Af páfanum er ekkert nýnæmilegt að segja. Kærur og
harmatölur fá þeir að heyra, sem fyr, er á fund hans sækja.
26. septembermánaðar komu til hans 5000 prestar frá Italíu,
og færðu honum lotningarkveðjur. Hann tjáði fyrir þeim vonzku
veraldarinhar, fjandskapinn gegn heilagri kirkju og klerk-