Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 78
80
ÍTALIA.
dóminum, er menn kölluðu prestana landi sínu óvinveitta. Hið
sanna væri, að engir væri því hollari, þvi það væri prestarnir,
sem hjeldu uppi trúareiningu á Italiu. Páfadómurinn hefði
verið hennar dýrindisdjásn, og frá honum gipta hennar og
vegur. Prestarnir væru því landi sínu trúir um leið og þeir
hjeldu tryggð við páfann og postullegt vald hans, og því bæri
þeim að krefjast allra rjettinda og frumtigna, sem frá honum
hefði verið tekin, og með þeim veraldlegs valds, því án þess
gæti hann ekki notið frelsis sins og sjálfsforræðis. — Skömmu
síðar (7. okt.) sóttu á fund Leós páfa 14,000 ítalskra leik-
rnanna (,,pílagríma“), og tók hann við þeim í Vatíkankirkjunni.
þeir færðu honum og hollustuávarp, og kvað hann i svari sínu
þetta votta, að betri hluti alþýðunnar á Ítalíu fetaði í fótspror
presta sinna. Harmakveinin, ámælin og eggingarorðin hin
sömu. Hann sagði meðai annars, að þeir sem hefðu brotizt
inn í Róm 1870, hefðu i raun rjettri til einskis annars tekið,
enn að uppræta kaþólska trú á Italiu.
Mannalát. C. Pelion di Persanó, greifi og aðmíráll,
dó 26. júlí (f. 1806). Hann hafði ávallt verið talinn með
nýtustu og beztu foringjum i flotaliði Itala, bæði við yms afreks-
verk kenndur, og þar að auki fyrir sjóvarnarmálum í ráðaneyti
Ratazzis (1862), en 1866 dró að kalla mátti almyrkva á frægð
hans. Hann var þá æzti flotaforingi, og sótti kastala á ey, er
Lizza heitir í Adríuhafi. Honum tókst að leggja kastalann i
eyði, en skömmu síðar kom Tegethoff aðmíráll honum á óvart
ög fjekk þar fullan og frægan sigur á Italska flotanum. Persanó
var fyrir dóm dreginn, því Itölum gramdist sá ósigur miklu
meir en ósigurinn við Custozza, og borin á hann bæði bleyði-
sök og landráð. Dómurinn bar að vísu hvorttveggja afhonum,
en kvað hann hafa illa gefizt fyrir ókænsku og vankunnáttu
sakir, og sekan í vanhirðu og vangæzlu þess, er fyrir hann
hefði verið lagt. Hann samdi rit, meðan á málinu stóð, og
vildi þar leiða fyrir sjónir, að óhöppin við Lizza hefðu ekki
verið sjer að kenna, heldur undirforingjunum, fákunnáttu þeirra
og ódugnaði.