Skírnir - 01.01.1884, Page 79
81
Spánn.
Efniságrip: Ferð konungs til J>ýzlcalands. — Uppreisnartilraunir. —
Af óaldarflokkum. Ráðherraskipti. — Forlög lestrarbókar.
Aður Alfons konungur lagði á ferð sína til Austurrikis og
þýzkalands leiddu bloðin á Spáni og i öðrum löndum ymsum
getum um erindi hans. Sum þeirra löttu mjög ferðarinnar og
sögðu hana gefa grun um sambandsleit, en slíkt hlyti að
vekja tortryggni Frakka, og það væri þó einmitt sú þjóð, sem
Spánverjar ættu að eiga sjer vinveitta, og það, ef til vildi,
öðrum fremur. De la Vega de Armijó, ráðherra utanrikis-
málanna, fylgdi konungi á ferð hans, og gerði þá grein fyrir
henni siðar við frjettaritara blaðsins Times, að slíkt, er blöðin
gátu til, hefði hvorki verið í efni, nje neinu þar að lútandi á
flot farið. Erindi þeirra konungs hefði ekki verið annað enn
kynnisför til tengdafólksins í Austurriki, vekja þar til og á þýzka-
landi umhagfelda verzlunarsamningaogönnur viðskipti, og kynnast
álitum þeirra manna, sem fyrir stjórnmálum stæðu í þeim
ríkjum. Enn fremur hefði konungi verið mjög i mun, að vera
viðstaddur við hersýningar Vilhjálms lteisara, sjá frægðarlið
hans, vopnaburð þess og hernaðarkunnáttu. Orðum ráðherrans
verða menn að trúa, en hitt er kunnugt, að mart af stórmenni
Spánverja unir því ekki vel, að riki þeirra skuli ekki vera
komið enn í stórveldatöluna, og að vitni blaðanna bjuggust
margir við, að nú mundi áleiðis snúast um það mál, en sam-
band til skilið á móti. Við því má lika búast, að menn reki
aðdragandann til ferðar konungs, ef Spánn kemst í stórveldatölu
og þeirra samband á meginlandi Evrópu, álíka og sagt hefir
verið um upptök bandalagsins við Italiu, að þau sje að rekja
til ferðar Italiukonungs til Vínar fyrir þremur árum.
Arið umliðna varð heldur óspektasamt á Spáni, enda mun
þar langt í land, að þetta ríki liggi við akkeri kyrðar og
6