Skírnir - 01.01.1884, Síða 80
82
SPÁNN.
friðar, sem hjer hefir að farið í svo langan tíma. Bæði
hernum og fólkinu eru óspektirnar tamastar og samsærin, en
siðan Karlungastyrjöldinni lauk, hafa foringjar hersins setið
betur á sjer, enn lengi á undan. XJt af þessu bar þó svo í
ágústmánuði, er setuliðssveit ein i Badajoz, höfuðborginni í
Estremadúra (eigi langt frá landamærum Portúgals) hóf herskjöld
til uppreisnar. þeir menn voru eitthvað um 700 að tölu, en
B—4 hundruð borgarbúa rjeðust til fylgdar. j>eir lýstu þjóð-
veldið endurreist, og Zórillu forseta þess. Zórilla var síðasti
stjórnarforseti Amadeós konungs, sjá „Skírni“ 1872—73 (i
Spánarþáttum). Stjórnin brást hið skjótasta við og sendi
herdeild vestur að bæla niður uppreisnina. Viðtakan var lítil
sem engin, og uppreisnarmenn hugðu þegar á fiótta, er þeir
sáu konungsliðið og runnu inn yfir landamærin og voru þar
vopnin af þeim tekin. Viðar höfðu hersveitir haft samtölc í leyni
til uppreisna, t. d. í Barcelónu og norður frá skammt frá
landamærum Frakka, en allt fór í ólesti, er byrja skyldi eða á
skyldi herða, en þeir skunðuðu til Frakklands, sem sjer áttu á
verstu von. Af hershöfðingjum eða herskörungum Spánverja
ætluðu menn enga við samsærið riðna, en böndin bárust að
ymsum óæðri fyrirliðum og sveitaforingjum, þvi margir þeirra
eru óánægðir með laun sin, en hinir þó verst, sem við helming
launa verða að lifa og skráðir eru í varaliðinu. Zórilla hefir
orðið að flýja land fyrir gamlar samsærissakir, og var um ]>ær
mundir í Paris, en fyrir þann grun, er nú varð á um ráð hans,
þá fór hann þaðan — sjálfsagt að bendingum stjórnarinnar —
til Svisslands. Einn frjettaritari frá Ameríku hafði tal af honum
áður, 'og kvazt Zórilla engan þátt hafa átt i uppreisninni í
Badajoz, en sagði sjer illa við stjórn Bourboninga á Spáni, sem
hún væri nú á sig komin, er hún hirti ekkert um þarfir eða vilja
þjóðarinnar. „Hvað lízt yður anr.ars,“ sagði hann, „um það
land, sem á 54 guðfræðingaskóla, en að eins tvo fyrir jarð-
yrkju?“ Likt fórust honurn orðin i Genefu við frjettaritara frá
Englandi. það yrði ógæfa konungs, sagði hann, ef hann hefði
þá menn tii langframa sjer til ráðaneytis, sem vildu takmarka
bæði prentfrelsi og fundafrelsi, eða hlýddi fortölum klerkanna