Skírnir - 01.01.1884, Qupperneq 81
SPÁNN.
83
eða annara, sem aðhylltust harðýðgi í trúarefnum. Annars
kvazt hann ætla, að þingskorðað konungsvald mundi affarabezt
á Spáni, ef mönnum lærðist vel með það að fara. Við hinn
manninn hafði hann sagt, að hann vildi láta líf sitt þjóðveldinu
til framgöngu, en hefir hann þá hugsað til þess annarstaðar
enn á Spáni ? — |>egar kyrrt var orðið, ferðaðist konnngur ti!
ýmissa borga, og var honum alstaðar vel fagnað, eigi síður i
Barcelónu enn annarstaðar, en þar búa flestir þeirra manna,
sem þjóðveldinu sinna. Emilíó Castelar, einn af höfuðskörungum
þjóðvaldsvina, kallaði uppreisnina bæði fólskubragð og hið versta
tiltæki.
Framan af árinu var allmikið um usla og óspektir af öðru
tagi, rán og illræði þess fjelags, sem kallast ,,höndin svarta."
Að því oss hefir getað skilizt, er það einskonar afsprengi
jafnaðar- og sameignar-flokka á Spáni. Kenningar sósíalista
hófust á Spáni 1867, og það virðist sem við þeim boðskap hafi
verið eins greiðlega tekið þar og í öðrum löndum, því 1879
var tala jafnaðarmanna 20,000, en fjelagsdeildanna 195, það
er sagt, að forustumenn sósíalista á Spáni hafi brátt horfið að
kenningum Bakúnins, gjöreyðingar postulans frá Rússlandi —
sbr. Skirni 1877 —, og það var einmitt þeim samkvæmt og
samboðið, sem þessir kolapiltar höfðu fyrir stafni í fyrra vetur
á Spáni,- Á illræðum þeirra bar mest í Andalúsíu, og 'komu
helzt niður á stóreignamönnum og búgörðum þeirra. A sumum
stöðum allir karlmenn drepnir, og konum misþyrmt, en síðan
eldur að borinn. Stjórnin sendi hersveitir á veiðar, og tólcst
þeim að höndia marga af því illþýði. Af þeim voru 16 eða
20, sem morð höfðu framið. Tveir af þeim voru vel efnaðir
menn, og einn af hinum barnakennari (!). þeir menn hafa þá
ekki framið morðin fyrir neyðar sakir, heldur í boðskaparins
nafni. þeim brá líka lítið við sakargiptirnar í dóminum, og
hældust heldur af verkum sínum.
l?æði uppeisnin og ferð konungs til þýzkalands varð tilefni
til, að hann skipti um ráðaneyti. þegar konnngur kom heim
aptur, heiddist hermálaráðherrann, Martinez Campos, lausnar
frá embætti, og kallaði sjer ósætt í ráðaneytinu eptir þá illu