Skírnir - 01.01.1884, Blaðsíða 86
88
PORTÚGAL.
þegnfrelsi og reglubundið stjórnarfar, mundi báðum þjóðunum
kostur á að semja um bandalag sitt, en til annars mætti
þá ekld ætla, enn að hvor um sig hjeldi fullu sjálfs-
forræði.
B e I g í a.
Efniságríp: Frá þingi. — Konungur Og drottning heimsækja Vil-
hjálm Holleudingakonung.
Frére Orban er enn fyrir stjórninni. Sökum áhalla með
tekjum og útgjöldum (23 eða 25 mill. franka) þurfti hann að
auka á tollgjaldið. þar til hlaut hann fylgi hinna yztu vinstra
megin, en þeir skildu til á mót, að bætt yrði um kosninga-
lögin (til hjeraða, borgarráða og sóknarnefnda), eða að kjör-
eyrir yrði numinn úr lögum, en kosningarjetturinn miðaður við
kunnáttu.1) Við þetta lauk og á þinginu, eða það sem nærri
‘) Eins og opt hefir greint verið í þessu riti, deilast menn í Belgíu
í höfuðflokkana frelsisvini og klerkasinna, og þeir hafa vegið
svo salt, að ymsir hafa drjúgari orðið. Hinir frökkustu af frelsis-
mönnum hafa lengi krafizt óbundinna og almennrá kosninga, einnig
til fulltrúaþingsins. þetta hefir Frére-Orban og hinum gætnari þótt
óráð, og þeir hafa ávallt borið það fyrir, hve isjárvert væri að
hreifa við sjálfum grundvallariögum ríkisins, sem hefðu gefizt svo
vel í 50 ar, og orðið þjóðinni til svo mikils þrifnaðar. I raun og
veru hafa þeir líka verið hræddir um, að með svo felldu móti yrði
klerkunum kosningasigurinn vísastur. J>ess vegna var nú líka var-
naglinn sleginn um kunnáttuna, eða rjettara sagt: kunnáttupróf,
þvt undir það skyldu nú allir ganga, sem vildu. eignast kosningar-
rjett í hjeruðum og borgum. Annars sýndu prófin (í haust), að
fólkinu hafði farið fram i kunnáttu til mestu muna. Sú saga þótti
heldur hlægileg frá háskólanum í Louvain, að af 11 mönnum, sem
rækir urðu við prófið, voru 5 munkar.