Skírnir - 01.01.1884, Side 87
BELGÍA.
89
fór í báðum greinum, Annars gerðist mikið stapp á þinginu,
og allt gekk seigt og seint, álíka og á þingi Dana. 6 mánuði
tóku umræður fjárreiðulaganna, og i 8 mánuði sat nefnd yfir
írumvarpi um viðauka kastalanna umbverfis Antwerpen. Álitið
var búið einmitt þann dag, er þingi var slitið.
Leópold konungur og drottning hans sóttu heim Hollands-
konung í október mánuði, og fengu bæði i Haag og Amsterdam
mestu fagnaðar viðtökur. það er sagt, að fundum þeirra kon-
unga hafi eigi borið saman siðan 1863, þegar þeir hittust
í Liittick Vilhjálmur konungur þriðji, á heimferð frá Paris,
og Leópold fyrsti, faðir Leópolds annars, en hann var þar
við staddur, en hjet þá hertogi af' Brabant. Eptir það að
Belgar slitu sig úr tengslum við Hollendinga 1830—31, var
lengi nokkur fæð með hvorumtveggju, en nú hefir fyrnzt yfir
þá viðburði, sem fleiri, og vinafundur konunganna og viðtök-
urnar á Hollandi þóttu nú bezt votta, að Hollendingar erfa
ekki lengur þær mótgerðir við granna sina.
H o 11 a nd
Efniságrip: Ráðherraskipti. — Endurskoðun rikisslcránnar höfð
i ráði.
Hjeðan vitum vjer engin markverð tíðindi að segja. Van
Lynden, stjórnarforsetinn af frelsismannaflokki, hafði lengi
haldið þingafla sinum vel saman, og komið fram ymsum laga-
bótum og nýmælum, en þegar umræður hófust um endurbót
kosningarlaganna, reis mikil kappstreita með höfuðflokkum
þingsins, og upp á síðkastið urðu háns liðar svo sundurleitir
um málið, að ekkert gekk undan. Hann kaus þá að vikja
frá stjórninni, en konungur tók sjer (í apríl) ráðaneyti af íhalds-
manna flokki. Forseti þess er Heemskerk, nefndur í árgöngum
„Skírnis11 1877 og 1878.